Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
Viltu auka ordaforda § þinn ?
Hér á eftir fara 20 orö og orðasambönd með réttri og rangri merkingu. Prófaðu
kunnáttu þ/na i Islenzkri' tungu og auktu við orðaforöa þinn með þvi að finna rétta
merkingu. 'Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri en eina rétta merkingu að ræða.
1. kjávis: bjánalegur, framhleypinn, feiminn, glettinn, heimskur, spaugsamur, vitur,
áleitinn.
2. hraglandi: geðillska, byssa, s.if»i«nn, volk, steypiregn, biindhrið, stakir regndropar,
léleg veiði.
3. að skræmta: að æpa, að þorna upp, að lifa af, að hvisla, að gefa frá sér lágt, óákveðið
hljóð, að tyggja, að kyngja.
4. eirulaus: daufdumbur, eirðarlaus, með flekkað mannorð, vægöarlaus, miskunnsamur,
óstöðvandi, óviss.
5. klápeyg(ð)ur: pireygður, rangeygður, nærsýnn, fjarsýnn, réttsýnn, skammsýnn,
stóreygður.
6. að omla: að bresta, aö velta, að hreyfa, að berja, að snúast, að marra, að tauta, að
muldra.
7. ótrauður: hræddur, ófós, óviss, fús, ósnortinn, «ki beittur, hugrakkur.
8. að glánast: að glampa, að gera að gamni sinu, að heppnast, að gaspra, að leika sér, að
skina, að óttast, að þiðna.
9. aöal: svæði framan við sveitabæ, yfirstétt, búgarður, eðlisfar, skraut, einkenni, hiut-
delld, upphaf.
10. kynstur: býsn, galdrar, losti, furður, undrun, fjöldi, undrunarefni, ofsi.
11. að mundast til e-s: að minnast e-s, að búast til e-s, að gera e-ð með hangandi hendi, að
leitast við að gera e-ð, að gefa loforð um e-ð, að gefast upp viðe-ð, að hlakka til e-s.
12. aðbirkja: aðreisa.að loka, að flá, að taka börkinn af, aðfela.aö hamstra, að dUöa, að
dysja, að lima i sundur. ,
13. hýsill: húsráðandi, gestkomandi, leigjandi, dýr eða planta, sem snikill lifir á, skordýr
fugl.
14. ólffi: saurlifnaður, bani, eilifð, meinlætalifnaður, óhófsliferni, meinsemd, ávöxtur
oliutrés.
15. að nóla við e-ð: að fást viö e-ð, að dútla við e-ð, að festa við e-ð, að fitla við e-ð, að halda
sig I námunda við e-ð, að hika við e-ð, aö svikjast um við e-ð starf.
16. hyskni: sviksemi, leti, illþýði, fjölskylda, heimilisfólk, gleymska, minni, trúmennska.
17. hæfulaus: hæfileikalaus, getulaus, uppspunninn, ósiðsamur, villtur, óverjandi, ónothæf-
ur.
18. gúlpungur: litlar, þéttar öldur, haugabrim,.öldufaldur, hálfvaxinn þorskur, ýstra, rosti.
19. ljóöur: kvæðabálkur, galli, lýti, þýður, þfður, dapur, gluggi.
20. aðljósna: aö hnýsást, að gera uppskátt, að dylja, að lýsast, að versna, að verða ljótari,
Svör á bls. 75