Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 106
104
ÍJRVAL
Leiðin lá niður i móti, en bilnum var
ekið eins hægt og hátiðlega og um lik-
vagn væri að ræða. Þeir Lampredi og
Moretti stóðu á fótbrettunum sinn
hvorum megin. Audisio lá aftur á bak
i hnipri á hægri frambrettinu. Hann
sneri a föngunum og miðaði skam-
byssu sinni stöðugt á þá.
Eftir nokkur hundruð metra akstur
var kröpp beygja á veginum. Handan
beygjunnar skipaði Audisio, að numið
skyldi staðar við hliðið á Villa
Belmonte.. Klippt limgirðing teygði
sig yfir steingarðinn, og ekki
var hægt að sjá þangað frá þorpinu
vegna beygjunnar. Audisio hoppaði
niður af brettinu, skipaði þeim
Mussolini og Clarettu að stiga Ut og
benti þeim á hliðíð. Hinir stóðu á verði
til þess að vera reiðubúnir að stöðva
hverja þá, sem kynnu að koma þarna
að úr annarri hvorri áttinni.
,,,t nafni Aðalbækistöðva Sjálfboða-
liössveitar frelsisins hefur mér verið
falið að fullnægja réttvisinni i nafni
Itölsku þjóðarinnar,” sagði Audisio.
Skyndilegt óp Clarettu yfirgnæfði
orðhans: ,,Nei, Nei! Þér megið ekki
gera þetta, þér megið það ekki!” æpti
hún.
„Vikið til hiiðar, ef þér viljið ekki
deyja lika!” skipaði Audisio hvössum
rómi. Svitinn rann niður andlit
honum, þegar hann hleypti þrisvar af.
Það komu engin skot. Byssan virkaöi
ekki. Hann bölvaði og reif' skamm-
byssuna úr hylkinu, sern fest var við
belti hans. Það heyrðist smellur i
gikknum, þegar hann ýtti á hann. En
það var allt og sumt. Hann æpti til
Moretti: „Réttu mér byssuna þina!”
Moretti hljóp til hans og rétti honum
aðra byssu.
Bflstjórinn fann til velgju, þegar
hann sá Mussolini hneppa frá sér
grágræna einkennisjakkanum.,,Skjót-
ið mig i brjóstið,” sagði hann
skýrum rómi við kommúnistana.
Claretta færði sig snögglega I áttina til
hans til þess að ganga á milli. Siðan
hleypti Audisio tvisvar af I þriggja feta
fjarlægð frá Mussolini, fyrst fimm
skotum.svofjórum. Fórnardýrin féllu
bæði til jarðar, Claretta með kúlu i
hjartastað og blóm, sem hún hafði tint,
i annarri hendinni. En einræðis-
herrann lifði enn, þótt fimm kúlur
heföu hæft hann. Audisio skaut hann
þá lokaskotinu beint I hjartastað.
„SKEPNAN ER DAUÐ!”
Þeir fluttu likin aftur til Milanó i
vörubifreið ásamt likum 15 annarra
framámanna fasista og hentu þeim á
torgið Piazzale Loreto I skjóli
myrkursins. Það var langt siðan þeir
höfðu ákveðið þennan miskunnariausa
verknað i hefndarskyni fyrir ætt-
jarðarvinina 15, sem þar höfðu verið
teknir af lifi af Þjóðverjum.
Næsta dag var mannfjöldinn við
♦orgið aðeins forvitinn, uin leið og
nann safnaðist I kringuin likin, sem
lágu á gangstéttinni. Einhver hafði
sett lítinn fána á stöng i hönd Mussolini
og það var likt og hann héldi á veldis-
sprota. Höfuð hans lá á hvitri blussu
Clarettu. Fréttamenn stóðu áiengdar.
Nokkrir ljósmyndarar hagræddu höfði
Foringjans, svo að það sneri gegn
sólinni, og studdu við kjálka hans með
riffílhlaupi.
Slðan greip grimmdaræöi frum-
skógarins fólkið. Maður einn hljóp að
liki Mussolini og sparkaði i höfuð þess.
Fólk fór að dansa og viðhafa ýmis
skripalæti i kringum likin. Kona ein
skautfimm skotum i lik Mussolini, eitt
fyrir hvern af sonunum, sein hún hafði
misst i striði Foringjans. önnur reif af
honum skyrtuna, kveikti i henni og