Úrval - 01.07.1972, Page 64

Úrval - 01.07.1972, Page 64
62 TJRVAL þangafi samt. Þaö var eitthvað, sem var stérkara en ég. Ef einhver vildi að ég kæmi, þá kom ég. Alltaf var ég að fara eitthvaö — til mömmu, i skólann, til ömmu, til pabba. En hvar sem ég var, var ég aðeins gestur. Ég átti hvergi heima. Þetta sumar, hjá pabba og Veru, var allra verst. Mynd hennar hafði greypzt i huga mér sem hin grimma stjúpmóðir, alveg eins og i bókunum, en hún var aðlaðandi og rólynd og gerði sér mikið far um aö vera mér góð. En engu að siöur var ég henni reiö fyrir að hafa tekiö sæti mömmu i húsinu, og mér flökraði við að sjá dálæti hennar á föður minum. En þrátt fyrir allt, hefði þetta þó kannske gengiö sæmilega, ef ekki heföi verið barhið. Teddy var litill og fingerður barn- ungi, og i hvert sinn sem hann hóstaði eöa hnerraði, fletti Vera upp i ein- hverri bók. Hún skildi ekkert i þvi, hvers vegna mér var á móti skapi að vera með hann úti i vagninum sinum. En ég gat með engu móti sagt henni frá þvi, að i hvert skipti sem ég gerði það, var einhver viss meö aö stööva mig og segja ibygginn: „Jæja, svo að þetta er hann litli hálfbróöir þinn. Já, einmitt! . . .” Mestallt sumariö var pabbi þreytulegur og áhyggjufullur á svip, þótt hann minntist aldrei á það við mig, hvað angraði hann, fyrr en ég var á förum i skólann aftur. Þá kallaði hann mig inn i bókaherbergið til sin, og sagöist vita, að þetta sumar hefði verið okkur öllum erfitt, en ef ég reyndi aö fella mig betur við barniö, mundi þetta skána. Og þegar ég sá i augum hans, hve djúpt þetta særði hann, gat ég ekki sagt honum eins og var. Þegar ég kom aftur I skólann, fann ég að hann var oröinn annar máttar- stólpinn I lifi minu. Hinn var hún amma min. En ekki leiö á löngu, þar til aðeins annar þeirra var eftir — skólinn. Amma mln, sem lengi hafði veriö veik, dó. Þau jól var ég hjá Mary Cless og fjölskyldu hennar. Ég var 15 ára og orðin fullorðin. Ég sá breytinguna í speglinum. Ég fór nú i fyrsta sinn I hárliöun og á fyrsta stefnumótið með pilti. Og um jólin gerði ég 1 huganum iista yfir öll min „hlunnindi”. Ég átti fallega móður. Ég átti föngulegan föður, sem auk þess var mikils metinn visindamaður. Ég átti auðugan stjúpföður, sem vildi gefa mér allt, sem ég óskaöi. Ég átti ákaflega virðulega stjúpmóður, sem vildi vera mér góð, ef ég vildi þiggja það. Og I ofanálag átti ég kornungan bróður, sem ef til vill kynni að verða forseti. 1 sannleika sagt, ég hafði næstum þvi allt, sem ein stúlka gat óskað sér — föt, skotsilfur og tvenna foreldra. Mér hafði verið kennt að sitja hest, að synda, aö leika tennis, og jafnvel að koma glæsilega fram I samkvæmum. En samt vissi ég 1 hjarta minu, að ég gat ekki keypt fyrir peninga það, sem ég þráði mest — að eiga, mina eigin foreldra. Þeir þurftu ekki að vera mikils metnir eða fallegir eða rlkur, en aöeins minir foreldrar. Alla mina barnæsku og uppvaxtarár, þegar þörfin var mest, átti >g hvergi rætur, ekkert heimili, enga foreldra. Lengi eftir þessi jól, ól ég á þessari beiskju gegn foreldrum minum I huga mér. En meö aldrinum tók ég smám saman að „skilja” — alveg eins og mamma og amma höfðu sagt. Að minnsta kosti skildist mér, að báðir foreldrar minir höfðu heiðarlega gert það, sem þeir töldu mér fyrir beztu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.