Úrval - 01.01.1973, Side 15

Úrval - 01.01.1973, Side 15
AF HVERJU RIÐUR ROBYN? 13 sjálfa mig til þess að stappa i mig stálinu. Auðvitað var ég jafnvel þá þegar á þeirri skoðun, að ég væri stór- kostlegur knapi. bað voru engin láta- læti.” Svo hélt Robyn á fund þjálfarans Franks Wrights einn rigningarmorgun i nóvembermánuði. „Það var helli- rigning og Iskalt,” segir hann. ,,Ég hafði rekiö hana burt frá hesthúsunum einu sinnu áður, en i þetta skipti stóö hún bara fyrir utan þau og lét rigna á sig. Og þegar ég sá vatniðvella upp úr reiöstigvélunum hennar, sagði ég: „Jæja þá, komdu inn fyrir. Ég ákvað að gefa henni tækifæri til þess að sitja einn af stökkhestunum. Hún þakkaöi mér fyrir og hljóp til næstahestshúss I rigningunni. Robyn hleypur alltaf, jafnvel enn þrátt fyrir alla frægðina.” Wright lét hana sitja hest, sem bar .íeitið „Exotic Bird” (Framandi fugl), en hann kom yfirleitt meö þeim siðustu I mark. En henni gekk það vel að fá hann til að leggja sig fram, að það munaði aöeins örlitlu, að hún fengi fjórðu verölaun. „Hestarnir leggja sig alltaf fram, þegar Robyn situr þá,” segir Wright. „Maður sá þaö strax.” Hið mikla tækifæri Robyn kom, þegar hestaræktarmaðurinn Allen Jerkens á Hobeauhrossaræktar- búgarðinum réö hana til sin. Hann kunni vel viö einbeitni hennar. Hún fór alltaf vel af stað, þegar hleypt var af rásbyssunni, og hafði mjög gott lag á hestunum, sem hún sat. „Hún veitir hestinum ætiö tækifæri til þess að gera sitt bezta,” segir Jerkens. Stundum er þvi haldið fram, að kvenknapar séu léiegir, þegar kemur aö loka- sprettinum, þvi að þar njóti likams- styrkur karlknapans sin bezt. En Robyn á ekki i erfiðleikum, hvað það atriði snertir. Reiðstill hennar, einkum setstill hennar, er stæling á stil knapans Eddie Arcaro. Hún las bókina hans og fer alveg eftir þeim leiöbeiningum, sem þar eru gefnar. En kannske er það samt enn þýðingarmeira, að hún er bráðvel gefin. Alfred Gwynne Vanderbilt segir, að hann hafi aldrei haft knapa, sem sé eins snjall að meta getu hinna ýmsu hesta og hún er, að Eric Guerin einum undanskildum, en hann sat hest hans, „Native Dancer” (Innlenda dansarann). Þar að auki gefst oftar tækifæri til þess aö taka þátt I veðreiðum. Robyn er Iþróttakona frá náttúrinnar hendi. Þegar hún yar litil stelpa, þótti henni alveg sjálfsagt að keppa f iþróttum, sem eru aðallega iðkaðar af strákum. Hún óttast vissu- lega ekki karlknapana. Þegar öllu er á botninn hvolft, er hún hærri en allir þeir, sem hún keppir við. „Karl- knaparinir hafa komiö dásamlega fram við mig,” segir hún. „En ég hef reyndar eingöngu átt karlmenn að vinum allt frá upphafi. Mér var samt illa við, þegar sagt var við mig, að ég hegðaöi mér eins og strákur. Ég mundi ekki kæra mig um að vera karlmaður.” Hún æfir sig á hverjum morgni, hleypur alltaf smásprett og hefur mjög strangt mataræði, fær sér aðeins smásopa af léttu vini eða konjaki endrum og eins. Robyn var svo samvizkusöm, að hún fór næstum alltaf að hátta klukkan 9 á kvöldin, þangað til hún „sló i gegn” i fyrravor og fór aö taka svolitinn þátt I skemmtanalifinu. Hún er góður golf- leikari og á auðvelt meö að öðlast hæfni I hvaða iþróttagrein sem er. „Ég er horuð, en ég er sterk”, segir Robyn máli þessu til skýringar. „Ég hef alltaf haft góða vöðva”. Þar sem hún situr á heyhrúgu i bás i hesthúsi á Belmont-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.