Úrval - 01.01.1973, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
HEIMSMET
í LANGUFI
Heilsuvernd.
1
13. hefti Heilsuverndar 1971 er
sagt frá elzta manni i heimi,
Rússanum Sjirali Muslimov,
sem er fæddur I marz 1805 og er þvl
oröinn 167 ára. Mörg erlend blöö og
timarit hafa skýrt frá þessum háa
aldri, og i nýju hefti af ameriska
timaritinu „Let’s Live” er honum
helguö grein meö ýmsum fróölegum
upplýsingum.
Sjirali hefir aliö allan hinn langa
aldur sinn I einu syðsta fylki
Rússlands, Azerbaijan, sem liggur viö
Kaspiahaf. Ibúar eru þar um hálf
fimirita milljón af ýmsu þjóðerni.
Sjirali berst stööugt fjöldi bréfa frá
mönnum, sem óska eftir upplýsingum
um langlifi hans og heilsu. Svar hans
er einfalt: Lykillinn aö þessum
leyndardómi er vinna, ferskt fjallaloft
og hófsemi I mat og drykk. ,,Ég er
aldrei aö flýta mér, ég hefi unnið i 150
ár og ætla aö halda þvl áfram.”
Hann er hraustlegur aö sjá og glaöur
I bragöi. Hann fer á fætur I dögun til
vinnu I aldingarðinum, og hann hirðir
kindur sinar og tekur sér langar
göngur viö og viö, og ennþá fer hann á
hestbak. Hann er neyzlugrannur,
boröar aöallega aldin, grænmeti og
mjólkurmat, drekkur aldrei sterka
áfenga drykki og reykir- ekki. Kona
hans er 98 ára.
Sjirali hefir aldrei oröið misdægurt.
Hann hefir þó þrisvár fariö i læknis-
rannsókn, og púls og blóðþrýstingur
reyndust eins og hjá manni á bezta
aldri. Þessar rannsóknir hafa farið
fram i rannsóknarstofnun I höfuö-
borginni Baku. Þar er skrá yfir aldur
fólks i ýmsum héruöum landsins. 1
sumum byggðarlögum er einn af
hverjum 200 ibúum yfir 90 ára, sem
svarar til þess, að á Islandi væru eitt
þúsund manns yfir 90 ára aldri, og i
einu héraði eru 147 af hverjum
hundrað þúsund ibúum orönir 100 ára,
svarandi til 300 hér á landi. Og þaö er
eftirtektarvert, að 67% hinna tiræðu
eru konur, sem hafa eignazt 7 til 20
börn.
Elzti atvinnuf járhirðir I heimi mun
vera Medzhid Agaev, sem er oröinn
134 ára. Hann gengur daglega vart
minna en 10 km eftir hjörð sinni i
fjöllunum, borðar fjórar litlar máltiöir
á dag, grænmeti, mjólk, osta og
hunang, og aðaldrykkur hans er
ómengaö vatn úr fjallalindum, áfengi
hefir aldrei komið inn fyrir hans varir.
Sjómaðurinn All—Hussein Isa Ogli
Mamedkhanov frá Baku, sem er
oröinn 115 ára, tekur undir orð
Sjiralis: „Vinnan varðar miklu.”