Úrval - 01.01.1973, Side 93

Úrval - 01.01.1973, Side 93
GÓÐI PAFINN 91 glugga hátt uppi á vegg, og fyrir honum voru rimlar. Fornfálegt stein- gólfið virtist aldrei vera alveg þurrt. En I fyrsta bréfi sinu heim til fjölskyldunnar skrifaði hann samt á þessa leiö: „Ég hefði aldrei getað imyndað mér, að ég yrði svona heppinn. Maturinn hér er öðruvisi en i Bergamo. Við lifum hér sem lávarðar.” I lok fyrsta ársins i Róm varð nokkurt hlé á náminu. ttalska rikisstjórnio, sem var þá andsnúin kirkjunni, veitti ekki prestaskóla- nemunum undanþágu frá herþjónustu. t nóvember árið 1901 varö Roncalli þvi að gefa sig fram til herþjónustu i Bergamo. Hann var tekinn i 73. fót- gönguliðssveit Langbaröalandsstór- fylkisins. Þar gegndi hann herþjónustu i heilt ár og var orðinn lið- þjálfi, þegar hann fékk lausn frá henni. Angelo sökkti sér niður i nám og bænir, þegar hann sneri aftur til prestaháskólans i Róm. Nú var sá timi ekki langt undan, að hann mundi hljóta prestvigslu. „Hvað verður um mig?” skrifaði hann. „Verð ég snjall guöfræðingur eöa bara einfaldur sveitaprestur? Hvaöa máli skiptir allt þetta mig?........Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það auðvelt fyrir Jesú að láta draum minn að engu verða, drauminn um að veröa glæstur snillingur i augum heimsins.” Hann hélt áfram að hafa áhyggjur af þvi, að kannske væru framtíðarvonir hans um of bundnar við veraldlega hluti. Hann óttaðist, að jafnvel náms- áhugi hans og löngun til þess að standa sig vel i prófum, væru syndir sjálfs- upphafningar og stolts. „Hugur og minni eru gjafir Guðs,” skrifaði hann i dagbók sina. „Hvers vegna skyldi mér þykja það miður, þótt aðrir reyndust hafa meira til að bera af gjöfum þessum en ég?” Hann hlaut prestvigslu i ágúst árið 1904 og lagði svo strax af stað heim- leiðis. Og þ. 15. ágúst, á himna- farardegi heilagrar Guðsmóður var hann loks kominn heim til Sotto il Monte að nýju. „Ég tel þann dag vera meðal mestu hamingjudaga lifs mins,” skrifaði hann. Veðurbarða, litla kirkjan, þar sem Roncalli hafði verið skirður fyrir 23. árum, var troðfull af ættingjum hans, eftirvæntingarfullum og stoltum. Þeir voru allir klæddir hinum drungalegu, svörtu sunnudagsfötum slnum þrátt fyrir sumarhitann. Að messu lokinni hélt Don Angelo sina fyrstu ræðu sem prestur. „Kæru bræður”, hóf hann máls, „minir raunverulegu bræður . . . .” Fólk fékk ekki tára bundist, og það kom jafnvel fyrir einu sinni, að ungi presturinn varð svo hrærður, að rödd hans brast. A eftir þyrptust allir umhverfis hann og óskuðu honum til hamingju. Einn úr öldungaráði kirkjunnar hristi hönd hans innilega og mælti hin hefðbundnu árnaðarorð, sem mæla skal við nýjan prest: „Nú verðið þér að vinna af kappi og verða páfi.” Þeir fóru báöir að hlæja. Leiðarstjarna visar veginn Brátt var honum boöin staða ritara hins nýja biskups i Bergamo, Hans háæruverðuga föður Giacomo Maria Radini—Tedeschi. Stöðuveiting þessi hafði geysileg áhrif á hinn unga prest og einnig á fjarlæga framtið sjálfrar kirkjunnar. Þessir tveir menn hefðu vart getað verið ólikari en þeir voru. Radini Tedeschi var af aðalsættum, hávaxinn og konunglegur i fasi, gæddur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.