Úrval - 01.01.1973, Side 97

Úrval - 01.01.1973, Side 97
GÖÐI PAFINN 95 þola ódrenglyndið og öfundina. Allir eru önnum kafnir við aö pota sér upp virðingastigann. Hversu aumt verður ekki lif prestsins, þegar hann ber meiri umhyggju-fyrir eigin velliðan og þægiiidum en fyrir dýrð Drottins.” Roncalli dvaldi i 20 ár I Balkanlöndum. Og bréf þau, sem hann sendi heim til sin, lýsa honum betur en myndir þær, sem ævisagnaritarar hafa dregið upp af honum. Þau eru gegnsýrö af kimni og mildri vizku, sem átti siðar eftir að verða öllu mannkyni svo kunnuglegt. Hann skrifaði t.d. heim um jólin einu sinni og sagði, aö hann ætlaöi sér aö halda jólaguðsþjónustu hjá Hettumunkum. Hann tók meðal annars svo til oröa: „Ég vona, að ég geti haldiö ræðuna á búlgörsku.” Svo bætti hann viö nokkrum kimniorðum, sem' beindust gegn honum sjálfan: „Ræðan verður stutt.” Arið 1934 var hann sendur til Istanbul á nýjan leik, sem er jafnvel enn lengra frá Róm. En hann átti einnig að þjóna sem biskup yfir hinum fáu og litlu rómverksk—kaþólsku söfnuðum i Grikklandi, og urðu það brátt mikilvægar sóknir. Það dimmdi I lofti yfir Evrópu, þegar Adolf Hitler komst til valda og varð slfellt valdameiri. 1 október árið 1940 réðust ítalir inn I Grikkland, og á eftir þeim fylgdi geysisterkt þýzkt lið. 1 aprh 1941 gafst griski herinn upp, og á hernámsárunum dóu 400.000 Grikkir i átökum eða úr hungri og harörétti og milljónir heimilislausra reikuðu hungraðar um hiö eydda land. Roncalli heimsótti Grikkland nokkrum sinnum árin 1941 og 1942. Og hann kom þar upp matarúthlutunar- stöðum fyrir fjármagn, sem lagt var fram af Vatikaninu. En hinn hræðilega vetur 1941—1942 dóu samt um þúsund manns úr hungri i Grikklandi á degi hverjum. Bretar höfðu lokaö griskum höfnum, svo að engar birgðir bærust tilÞjóöverja eöa Itala. Roncalli skarst i leikinn og leitaði bæði til Bandamanna og Oxulveldanna, og tókst honum loks að ná samkomulagi, þannig að það kom að þvi, að heilir skipsfarmar komust til griskra hafna, og þannig var hundruðum þúsunda' mannslifa bjargað. Aðalbækistöðvar Roncalli voru I Tyrklandi, sem var hlutlaust I hernaöarátökunum. Roncalli tókst að bjarga ótal Gyðingum frá ógnum nazista. En mesta afrek sitt vann hann árið 1944. Ira Hirschmann, sendiboði Roosevelts forseta og sérstakur fulltrúi Styrjaldarflóttamannaráös Bandarikjanna, baðst áheyrnar hjá Roncalii I Istanbul. Hirschmann sárbændi Roncalli um aöstoð og sýndi honum fjöimörg plögg og skýrði honum frá tölum og frásögnum sjónarvotta um biö ógnþrúngna ástand, sem rikti hjá Gyðingum I Ungverjalandi. Roncalli tfró stól sinn nær Hirschmann og spurði, hvort hann heföi nokkurt beint samband við ungverska Gyðinga. Hirschmann sagði, að svo væri. Siðan kom Roncalli með snjalla uppástungu um framkvæmdir og naut þá i rikum mæli reynslu sinnar i Tyrklandi, þar sem alls konar baktjaldamakk og ráða- brugg var daglegt brauð. Hann hafði heyrt, að vissar nunnur i Budapest heföu veitt nokkrum Gyðingum kaþólsk skirnarvottorö, aðallega börnum, og að nazistar heföu látið þá einstaklinga i friði. Nú sagðist Roncalli vera reiðubúinn að útvega eins mörg slik skirnarvottorð og nauðsyn krefði, og skyldi þá ekkert tillit tekið til þess, hvort Gyðingar þeir, sem hlytu þau, hefðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.