Úrval - 01.01.1973, Page 120

Úrval - 01.01.1973, Page 120
118 ÍJRVAL Lasker tvisvar fyrir Blackburne, en þab var Capablanca, undramaðurinn frá Kúbu, sem að lokum hrifsaði til sfn titilinn. En 1935 — þá orðinn 67 ára að aldri var Lasker enn fær um að hreppa þriðja sætið á Moskvu—skákmótinu, og þótti það kraftaverk. A seinni hluta nitjándu aldar mátti skipta skákinni eftir kenningum og stefnum. Af rómantiska skólanum voru t.d. þeir Morphy, Chigorin og Marshall, sem tefldu opið og lögðu allt upp úr flýti við uppbyggingu stöðunnar. Arftakar þeirra höfðu dálæti á lokuðum stöðum, þar sem minnstu stöðuyfirburðir voru siöan nýttir, eða mistök and- stæðingsins hagnýtt og staðan þróuð hægt til vinnings. Eftir strið tóku svo við framúrstefnumennirnir (Réti), en þá og hina sigildu fyrirrennara þeirra greindi aðallega á um afstöðuna til miðborösins. Atti að leggja það undir mennina eða dugði að vaida það? Nýtizkusinnar kenndu hið siðar- nefnda, og grundvölluðu byrjanir sinar á þvi, að leyfa andstæðingnum að leggja undir sig miðborðið, meðan þeir sjálfir staðsettu mennina til hliðar og stefndu þeim til miðborösins. Kenningar um tækni og „teoriu” spruttu upp úr þessum rökræöum. En ein var sú, sem samtiminn hefur engan botn fengið I ennþá, yfirburðir Rússa i skák. Ekkert annað land hefur haft á að skipa skákmönnum, sem svo hafa drottnaö yfir skákinni, sem Ráðstjórnarrikin. — Og varð þó ekki séð, að þeirra yfirburðir lægju I neinum sérstökum aðferðum, sem væru svo frábrugðnar þeim, er aðrir skákmeistarar beittu. Þetta virtist nánast landfræöilegs eðlis. Skák i Rússlandi á sér auðvitað jafn- langa sögu og annars staðar. En við lok átjándu aldar stóðu Rússar langt að baki Vestur—Evrópumönnum I skák. Moskva hafði ekki upp á neitt að bjóða, sem jafna mátti við klúbbana I Lundúnum eða Paris. En á 19. öld breiddist skákin út. Að nokkru leyti vegna veru rússneskra herja I Vestur — Evrópu, sérstaklega I Paris í lok Napóleonstyrjaldanna. Rithöfundar og byltingarsinnar voru ákafir skákunnendur, eins og Pushkin og Tolstoy, og Turgenev, sem var tiður gestur i Café de la Régence. Eða þá Lenin og Trotsky. Sérstakt tafl var búið til úr ráuðu og hvitu postullni, sem tákna átti átökin I borgara- styrjöldinni, og var Lenin gefið það til þess að tefla I siðustu veikindum sinum. En höfundur rússnesku skák- snilldarinnar á alþjóðlegum mæli- kvarða var Chigorin (1850—1908), opinber embættismaður frá Péturs- borg. Sem skákmaður, skipuleggjandi og útgefandi bætti hann rússneskri skák inn á heimskortið. Chigorin háði sjálfur tvivegis einvigi viö Steinitz um heimsmeistaratitilinn. Hann tapaði, en sigraði Steinitz i öðrum skákmótum, og var hann álitinn einn sterkasti skákmaður heims á sinum tima. Á siöasta alþjóðlega mótinu fyrir heims- styrjöldina fvrri, en það var haldið I Mannheim 1914, voru tuttugu og fjórir þátttakendur frá Rússlandi. Rússar áttu þá þegar á þvi sama ári tuttugu og tvo alþjóðlega meistara, meira en nokkurt annað land gat stært sig af. í þessu fólst ekkert, sem gefið gat skýringu á ótrúlegri velgengni rússneskra skákmanna, bæði á ein- staklingssviði og svo heildarinnar, á timanum eftir 1917. Þetta náði há- punkti 1948, þegar Botvinnik (fæddur 1911) vann heimsmeistaratitilinn, og I kjölfar hans fylgdu svo aðrir heims- meistarar eins og Smyslov, Petrosian,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.