Úrval - 01.11.1974, Side 12
10
ÚRVAL
tók sonur hans Donald upp merk-
ið með bíl knúnum skrúfuþotu-
hreyfli, sem hann kallaði Bluebird.
Þótt Bluebird næði metinu fyrir
bíla búna til með venjulegum hætti,
var því brátt hrundið með öku-
tækjum knúnum hreinræktuðum
þrýstiloftshreyflum. Donald Camp-
bell missti móðinn á þessu sviði
og fórst árið 1967, er hann reyndi
að setja hraðamet á vatni.
Tilraun til að setja hraðamet á
landi er í rauninni ósköp einmana-
leg athöfn. Oftast fer hún fram að
aðeins fámennum hópi viðstöddum
og stundum eru alls engir áhorf-
endur, því hinn gífurlegi hraði,
sem er nauðsynlegur. gerir það að
verkum, að íþróttin er lítið skemmti
leg fyrir áhorfendur. Ökutæki, sem
fer með hljóðhraða, er um 5 sek.
að þeytast einn og hálfan kílómetra.
Ef venjulegri kúlu væri skotið úr
.22 riffli um leið og bíllinn færi af
stað, yrði bíllinn langt á undan
kúlunni á leiðarenda.
Atlaga að metinu felur líka í sér
hættu, sem er því meiri, sem hrað-
inn verður meiri. Til dæmis veit
enginn fyrir víst hvað gerist, þegar
bíll rýfur hljóðmúrinn. Einn öku-
maður heldur því fram, að bíllinn
muni einfaldlega hefja sig til flugs
eins og fugl. Hvað um hættuna?
„Maður getur svo sem dáið í bað-
kerinu heima hjá sér,“ segir hann.
Hraðamet á landi hefur tekið að
minnsta kosti fjögur mannslíf, síð-
ast 1962, þegar þrýstiloftsknúinn
bíll Glenn Leashers sprakk í loft
upp á tæplega 400 km hraða og
dreifði bíl og ökumanni um rúm-
lega einn og hálfan kílómetra á
Borineville sléttunni. Og núverandi
heimsmet hefur drepið bókstaflega
alla, sem hafa reynt að bæta það.
Craig Breedlove, fyrrverandi
methafi, hlýtur að leggja þá spurn-
ingu fyrir sig æði oft, hvernig í
ósköpunum standi á því að hann
er á lífi í dag. Árið 1964, þegar
hann hafði komið metinu í 869 km
hraða, biluðu bremsur hans og þar
sem hann geystist áfram með 870
km hraða, missti hann stjórn á
bílnum, sem þeyttist út af braut-
inni. Bíllinn lenti á símastaur,
hentist upp í loftið, flaug yfir 3 m
breiðan skurð og stakkst að lokum
ofan í 5 m djúpan skurð með salt-
vatni, 5 km fyrir utan brautina. Á
einhvern undraverðan hátt slapp
Breedlove ómeiddur, og þegar hann
skreiddist út úr bílnum, sagði hann:
„Það eina, sem ég hugsaði um, var
að ef ég ætti að deyja, væri eins
gott að setja met í leiðinni."
LÉLEG LAUN. Þeir sem leggja
metið í einelti gera það með því-
líkri orku og ákefð, að það skyggir
á næstum allt annað í lífi þeirra.
Þeir trúa á metið og þeir gjalda
það dýru verði. Craig Breedlove
galt fyrir það með tveimur hjóna-
skilnuðum og miklum skuldum. Art
Arfons, malarasonur, sem hefur átt
metið þrisvar sinnum, er nú, nærri
fimmtugur að aldri, bílaviðgerðar-
maður. Hvað hefur metið gefið hon-
um? „Ekki mikið.“
Hvers vegna halda menn stöðugt
áfram að keppa að jafn hættulegu
marki? Margar kenningar hafa ver-
ið lagðar fram þar að lútandi. Hvöt
mannsins til að leika sér að dauðan-
um. Óviðráðanleg löngun til að