Úrval - 01.11.1974, Side 12

Úrval - 01.11.1974, Side 12
10 ÚRVAL tók sonur hans Donald upp merk- ið með bíl knúnum skrúfuþotu- hreyfli, sem hann kallaði Bluebird. Þótt Bluebird næði metinu fyrir bíla búna til með venjulegum hætti, var því brátt hrundið með öku- tækjum knúnum hreinræktuðum þrýstiloftshreyflum. Donald Camp- bell missti móðinn á þessu sviði og fórst árið 1967, er hann reyndi að setja hraðamet á vatni. Tilraun til að setja hraðamet á landi er í rauninni ósköp einmana- leg athöfn. Oftast fer hún fram að aðeins fámennum hópi viðstöddum og stundum eru alls engir áhorf- endur, því hinn gífurlegi hraði, sem er nauðsynlegur. gerir það að verkum, að íþróttin er lítið skemmti leg fyrir áhorfendur. Ökutæki, sem fer með hljóðhraða, er um 5 sek. að þeytast einn og hálfan kílómetra. Ef venjulegri kúlu væri skotið úr .22 riffli um leið og bíllinn færi af stað, yrði bíllinn langt á undan kúlunni á leiðarenda. Atlaga að metinu felur líka í sér hættu, sem er því meiri, sem hrað- inn verður meiri. Til dæmis veit enginn fyrir víst hvað gerist, þegar bíll rýfur hljóðmúrinn. Einn öku- maður heldur því fram, að bíllinn muni einfaldlega hefja sig til flugs eins og fugl. Hvað um hættuna? „Maður getur svo sem dáið í bað- kerinu heima hjá sér,“ segir hann. Hraðamet á landi hefur tekið að minnsta kosti fjögur mannslíf, síð- ast 1962, þegar þrýstiloftsknúinn bíll Glenn Leashers sprakk í loft upp á tæplega 400 km hraða og dreifði bíl og ökumanni um rúm- lega einn og hálfan kílómetra á Borineville sléttunni. Og núverandi heimsmet hefur drepið bókstaflega alla, sem hafa reynt að bæta það. Craig Breedlove, fyrrverandi methafi, hlýtur að leggja þá spurn- ingu fyrir sig æði oft, hvernig í ósköpunum standi á því að hann er á lífi í dag. Árið 1964, þegar hann hafði komið metinu í 869 km hraða, biluðu bremsur hans og þar sem hann geystist áfram með 870 km hraða, missti hann stjórn á bílnum, sem þeyttist út af braut- inni. Bíllinn lenti á símastaur, hentist upp í loftið, flaug yfir 3 m breiðan skurð og stakkst að lokum ofan í 5 m djúpan skurð með salt- vatni, 5 km fyrir utan brautina. Á einhvern undraverðan hátt slapp Breedlove ómeiddur, og þegar hann skreiddist út úr bílnum, sagði hann: „Það eina, sem ég hugsaði um, var að ef ég ætti að deyja, væri eins gott að setja met í leiðinni." LÉLEG LAUN. Þeir sem leggja metið í einelti gera það með því- líkri orku og ákefð, að það skyggir á næstum allt annað í lífi þeirra. Þeir trúa á metið og þeir gjalda það dýru verði. Craig Breedlove galt fyrir það með tveimur hjóna- skilnuðum og miklum skuldum. Art Arfons, malarasonur, sem hefur átt metið þrisvar sinnum, er nú, nærri fimmtugur að aldri, bílaviðgerðar- maður. Hvað hefur metið gefið hon- um? „Ekki mikið.“ Hvers vegna halda menn stöðugt áfram að keppa að jafn hættulegu marki? Margar kenningar hafa ver- ið lagðar fram þar að lútandi. Hvöt mannsins til að leika sér að dauðan- um. Óviðráðanleg löngun til að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.