Úrval - 01.11.1974, Side 17

Úrval - 01.11.1974, Side 17
CHILE MÁ EKKI GLEYMAST 15 er ekkja eftir Chilebúa, skáld og byltingasöngvara, Victor Hara, sem var mjög vel þekktui í Chile. Morguninn 11. september 1973 átti að opna sýningu í háskólanum í Santiago og sýningin átti að heita „Ilindrum borgarastyrjöld“. Salva- dor Alliende átti að vera viðstadd- ur opnunarathöfnina og Victor Hara átti að syngja byltingasöngva sína. Þegar Hara heyrði fyrstu fréttirnar um valdaránið, skildi hann ekki, hve alvarlegt ástandið var. Hann ákvað að fara til háskól- ans engu að síður. Hann kyssti konuna sína og dæturnar tvær, tók gítarinn sinn og fór. Joan áleit, að eiginmaður hennar kæmist ekki til háskólans. Her- menn myndu hindra það En hann komst þangað. Hún frétti það af hans eigin vörum. Victor hringdi heim kl. 4. Hann sagðist vera í há- skólanum og að allt væri í lagi, en hann kæmist ekki heim sama dag vegna útgöngubannsins. Hann sagð- ist elska hana, og bað hana að vera hughrausta. Victor Hara sagði ekki konunni sinni, að háskólinn væri þegar um- setinn hersveitum herforingjaklík- unnar, og hermennirnir skytu hvern þann, sem reyndi að yfirgefa bygg- inguna. Þetta var í síðasta sinn, sem Joan talaði við eiginmann sinn. Hún og dæturnar hlustuðu á út- varpið. Hún hringdi til vina sinna og reyndi að komast að því, hvort eiginmaður hennar væri enn í há- skólanum. Næsta dag heyrðu þær í útvarpinu, að hersveitir klikunn- ar hefðu ráðist inn í háskólann og „yfirbugað“ stóran hóp af öfga- sinnum. Orðið „yfirbugað" gat þýtt handtöku eða aftöku. Að kvöldi 13. september hringdi einhver kona til Joan Turner og sagði henni, að Victor Hara hefði verið handtekinn og fluttur til íþróttaleikvangs borgarinnar. Joan flýtti sér til brezka sendi- ráðsins og bað um hjálp. Henni var kurteislega sagt, að sendiráðið væri reiðubúið að gera allt fyrir hana sem breskan þegn, en gæti ekkert gert fyrir eiginmann hennar. Að morgni 18. september fékk Joan heimsókn manns, sem hún vildi ekki gefa upp nafnið á. Mað- urinn, sem vann fyrir skrifstofu borgarinnar, sem sá um skrásetn- ingu látinna, sagði henni, að eigin- maður hennar væri dáinn og hefði legið í þrjá daga í aðallíkhúsi Santi- ago. Hún hélt til líkhússins. Fyrst kom hún inn í sal, sem var um það bil 100 fermetrar og fullur af líkum, öllum sundurskotnum. Mörg líkin höfðu enn hendur bundnar á bak aftur. Þau lágu í óreiðu til og frá um salinn og í hornunum voru þau í hrúgum. Joan fann ekki iík eiginmanns síns á fyrstu hæð, svo henni var leyft að fara upp á þá næstu. f stig- anum voru hrannir af líkum og hún reyndi að stíga ekki ofan á þau. Á þeirri hæð lágu líkin á göngum og í herbergjum, þar sem ritvélar stóðu á skrifborðum. Að lokum fann Joan lík eigin- manns síns. Andlit hans var blóð- stokkið, djúpur hnífskurður var þvert yfir aðra kinnina, fæturnir bundnir saman, brjóstið sundur-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.