Úrval - 01.11.1974, Page 27
25
Ni'jlega auglýsti Landbúnaðarráðuneytið, af gefnu
tilefni, bann við að flytja inn luinda til íslands
og minnti á stranga reglugerð varðandi skipshunda á
islenskum og erlendum skipum, sem samband
hafa við ísland og útlönd. Þetta er vegna þess, að
hundaæði hefur farið m jög í vöxt í Mið-Evrópu upp á
síðkastið, en jafnframt hefur verið gert stórátak
i baráttunni móti hinum ægilega smitbera: refnum.
EMILY OG OLA D AULAIRE
Ný sókn
gegn hundaæði
*
*
*
*
I
nóvember 1958 var hin
yfc 12 ára gamla Susan
Sembler lögð inn á
^ barnasjúkrahúsið í
Mains. Hún hafði háan
' hita, höfuðverk og
mikla verki í vinstra fæti. Hún átti
eríitt með andardrátt og þjáðist
stöðugt af þorsta. En það, sem gerði
lækninn smeykastan, var einkenni-
legur titringur í handleggjum henn-
ar og fótum, og hann gaf fyrirskip-
un um að fylgjast stöðugt með
henni.
Næsta morgun dró hún andann
með löngum, stynjandi sogum og
þegar hún reyndi að kyngja munn-
vatni sínu fékk hún ákafan krampa
í hálsinn. Læknarnir yfirheyrðu for-
eldrana og loks mundu þau, að
tveim mánuðum áður hafði hundur
bitið dóttur þeirra. Heimilislæknir-
inn hafði hreinsað sárið og gefið
Susan sprautu við stífkrampa. Síð-
an hafði sárið læknast á eðlilegan
hátt.
Reynt var að hafa upp á hundin-
um og í ljós kom, að hann hafði