Úrval - 01.11.1974, Síða 31
NY SÓKN GEGN HUNDAÆÐI
29
æði írá aðalstöðvum alheimsheil-
brigðisstofnunarinnar í Genf, „nær
það hingað til Genf eftir 2 ár, til
Parísar 1980 og síðan — ef okkur
tekst ekki að stöðva útbreiðsluna —
er röðin komin að Ítalíu og Spáni.
Aðeins England, Noregur og Sví-
þjóð (einnig ísland), geta ennþá
talið sig tiltölulega trygg. Það er að
þakka landfræðilegri legu þessara
landa að nokkru leyti, en einnig
ströngum sóttkvíarreglum landanna
þegar innflutningur lifandi dýra er
annars vegar. Sóttkvíin nær að vísu
ekki til refa, sem geta skreiðst inn-
yfir landamæri Skandínavíu, en
stöðvað auðveldlega framhaldssmit-
bera, svo sem hunda og ketti.
Alheimsheilbrigðisstofnunin hefur
fengið vísinda- og tæknimenn um
alla Evrópu til hjálpar gegn þess-
um viðurstyggilega sjúkdómi. ,,Við
setjum okkur tvö markmið," segir
dr. Bögel. „í fyrsta lagi reynum við
að kortleggja ferðir refsins og þar
með útbreiðslu sjúkdómsins. í öðru
lagi reynum við að fækka réfunum
niður í þann fjölda, sem þeir voru
í byrjun þessarar aldar, — en það
þýðir að það verður að aflífa hverja
fjóra refi af fimm. Við dælum eitur
gasi niður í refagrenin og það er
að sýnu leyti mannúðlegt, því 60%
refanna deyja fyrr eða síðar þján-
ingafullum dauða af hundaæðinu,
en eiturgasið drepur þá fljótt- og
þjáningalaust.
I Danmörku, þar sem refafjöldan-
um er haldið niðri og undir ströngu
eftirliti, hefur síðan í nóvember 1971
ekki fundist eitt einasta tilfelli af
hundaæði, og á svæðinu frá landa-
mærum Þýskalands upp að Kon-
ungsá er stöðug tilkynningarskylda
um refi og greifingja og skylda til
að svæla öll greni, sem finnast.
Þessi eyðing kemur bæði til góða
þeim refum, sem sleppa, og hafa þá
minna að segja af hungri og sjúk-
dómum, og einnig fyrir minni villi-
dýr, sem annars myndu falla fyrir
refunum, ef þeir væru fleiri og
soltnari.
En gasstríðið, sem rekið er gegn
refunum í mörgum löndum hefur
vakið andúð almennings, og við
margar rannsóknarstöðvar meðal
annars í V.-Þýskalandi, Sviss og
Frakklandi, er nú unnið að aðferð-
um til að gera refina ónæma fyrir
hundaæði. Gerðar hafa verið til-
raunir með bólusetningargildrur
með sjálfvirkum bólusetningar-
sprautum, sem hleypa af, þegar ref-
urinn tekur í agnið. Einnig hefur
verið reynt að dreifa ljúffengum
hænsnakjötsbitum með bóluefninu
á veiðisvæði refsins. Þessi aðferð
hefur gefið góðar vonir, en ekki er
ennþá hægt að segja með vissu, að
bóluefnið geti ekki verið hættulegt
öðrum dýrum, sem finna kjötið á
undan refunum.
Fyrst og fremst verður að tak-
marka hættuna á, að sjúkdómurinn
berist í fólk með sýktum húsdýrum.
Reynt hefur verið að finna, með
tölvuútreikningum, hvar mestar
líkur séu til að sjúkdómurinn geri
vart við sig næst, svo að hægt sé
að bólusetja húsdýrin á þeim svæð-
um. Til að hægt sé að gera þessar
spár, er nauðsynlegt að þekkja
venjur og flækingshætti refsins.
Við þýsku geimrannsóknarstöðina
rétt hjá Munchen er .unnið að að-