Úrval - 01.11.1974, Page 40
38
Um þessar mundir hefst vínuppskeran. Hinn gullni
mjöður er drukkinn um allan heim, og hver
flaska her með sér gamla siði.
RICHARD OULAHAN
Sherrýhátíð á Spáni
Suður-Spáni, um það
bil sem Atlantshafið og
Miðjarðarhafið mætast,
er hérað, sem frægt er
fyrir fagrar konur, gæð-
inga og baráttuglöð
naut. En þekktast er það þó fyrir
serrýið. Hér er heimaland þess. Allt
árið er landið sólbakað nema í 76
daga, þegar regnið streymir niður.
Steikjandi geislar Andalúsíusólar-
innar breyta á sumrin kalkauðugri
ALBARIZA-moldinni á vínekrun-
uin í harða skorpu, sem kemur í
veg fyrir að raki vetrarregnsins
gufi upp. Mold sem þessa er ekki
að finna annars staðar í heiminum
og loftslagið er mjög óvenjulegt.
Þetta tvennt skapar vín, sem nýtur
vinsælda um allan heim, hvort sem
það er hið ljósa, létta FINO, eðal-
gult CIOROSO, CREAM-SHERRY
með höfgan, gullinn blæ eða göf-
ugt, akurgult MANZANILLA.
‘M t
•)k \v A \ /
V N
•)k
Stærstu borgir héraðsins eru með-
al elstu borga Spánar. Hér eru nöfn-
in Sanuúcar de Barrameda, Puerto
de Santa Maria og loks höfuðborg