Úrval - 01.11.1974, Síða 51
49
Einu sinni var Palenque, „Aþena Ameríku“, hámark
tilrauna manna til að ná fullkomleika í list og anda.
Síðan var borgin yfirgefin skyndilega, og enginn
veit hvers vegna, og menning leið undir lok.
DAVID REED — STYTT
Hin
dularfulla höfuðborg
Mayanna
*
*
>k
/i\
\T/
✓K
^ á, sem sér Palenque í
fyrsta sinn frá slétt-
* unni, verður furðu lost-
inn. Heimurinn þekkir
^ ekkert henni líkt. Hún
er umlukt hitabeltis-
regnskógi og stendur á hæðardrög-
um. Þegar nær er komið, koma hof
og hallir í ljós. Á sínúm tíma var
borgin ef til vill hin mikilvægasta
í Ameríku, hámark þess, sem menn
geta náð í leit að mikilleika í and-
legum og listrænum efnum. Þá var
hún fyrir um 1100 árum „afhent
frumskóginurn“. Enginn veit, hvers
vegna. Engir.n þekkir hennar rétta
natn. Fornleifafræðingar kalla þetta
harmsögulega djásn Palenque, eftir
nálægum stað, sem heitir það. Borg-
in er í mexíkanska fylkinu Chia-
pas og er ein borga menningar
Mayanna, sem stóð í blóma í Mexí-
kó og Mið-Ameríku, löngu áður en
Spánverjar hernámu löndin. Fróðir
menn telja, að Mavar hafi verið
Aztekum og Inkum fremri í and-
legum og listrænum efnum, svo og
öðrum þjóðum fyrir daga Kólum-
busar. Margir telja Palenque auð-
ugasta allra borga Mayanna að list-
munum. Jorge Acosto í þjóðminja-
saíni mannfræði og sögu í Mexíkó,
sem stjórnar fornminjarannsóknum
í Palenque, kallar borgina „Aþenu
Ameríku“.
Palenque og aðrar borgir eiga
rætur frá tímum fyrir Krist og
áttu gullöld sína milli 600 og 900