Úrval - 01.11.1974, Page 99
ÚRVALSLJÓÐ
97
Þá leit ég á hina fögru fætur hans,
og fullur undrunar mælti ég:
„Það furðar mig, faðir,
hve fætur þínir eru óhreinir.“
Og hann svaraði og sagði:
,,Um þá hefur þyrlast
ryk allra vega veraldar.
í sjálfu sorpinu,
í neðsta myrkri mannlífsins
muntu geta
fundið fætur mína.“
Og ég laut höfði í lotningu:
„Já, þar get ég einnig fundið fætur þína,
og þó siglir þú hraðbyri um himininn,
og stjömurnar freyða undir stefni þínu.“
Þá leit hann angurblítt
í augu mín og sagði:
„Ó, vankunnandi barn,
veistu ekki það,
að vetrarbrautir geimsins
eru mér ekki meira virði
en mjóstræti hinna voluðu?
Og óhreinir
eru mínir fætur,
til þess að þú haldir
þínum fótum hreinum."
líg horfði á skó mína,
og skuggi leið yfir.
Hann var horfinn.
En ég vissi, að á nýju vori
mundu orð hans koma
upp í þessum garði
og af blöðum þeirra
drjúpa hin hreinsandi dögg.
(Séra Helgi Sveinsson 1908—1964).