Úrval - 01.11.1974, Síða 117

Úrval - 01.11.1974, Síða 117
114 URVAL Þar kemst enginn yfir, Séð úr lofti eru landamærin milli Austur- og Vestur-Þýska- lands ósköp sakleysisleg: Mjó, bein lína, sem liggur yfir hvað sem fyrir verður, heiðar og skóga, mýrar og fen, yfir hæðir og dali, og hverfur loks í fjarska. Þegar betur er að gáð, er þetta hræðiiegasta girðing í heimi, hugvitsamleg dauðagildra, til þess eins gerð að koma í veg fyrir að austur-þjóðverjar geti flúið heimaland sitt. Girðingin hefst gegnt hinum vinsæla, vestur-þýska ferða- mannabæ Travemiinde við Eystrasalt, og endar í smáþorpinu Prex, rösklega 1400 km sunnar. Á þessari leið liggur girðingin gegnum gömul samfélög, þvert gegnum járnbrautarstöðvar og aðskilur fjölskyldur, sem fyrir gráglettni örlaganna áttu heima beggja vegna línunnar. Þrjár hraðbrautir, 32 járnbrautarlínur og 167 þjóðvegir liggja að mörkunum — og enda þar snögglega. Fyrir ekki löngu flaug ég spölkorn meðfram mörkunum í þyrlu með Bernd Kahnert, liðsforingja í vestur-þýsku landa- mæragæslunni. Hann sagði mér, að fram undir þetta lrefðu flóttamenn átt möguleika á að komast vestur yfir. Þetta breytt- ist með tilkomu þess, sem kommúnistar kalla „nýtísku landa- mæri“. Þar eiga þeir við flókna gildru, sem verndar landa- mærin fullkomlega, með því að drepa miskunnarlaust. Þegar þyrlan okkar settist hjá þorpinu Lubbow í Neðra-Sax- landi, gafst mér tækifæri til að skoða þessa girðingu nánar. Þetta er rösklega þriggja metra há girðing, úr svo þéttriðnu neti, að ógerningur er að fá þar hand- eða fótfestu. Upp úr girðingunni stóðu sprotar, sem mér virtust líkastir sjónvarps- loftnetum. „Hvert loftnet er tengt við línu, sem liggur meðfram röðinni," sagði Kahnert. „Þegar það verður fyrir snertingu, kviknar ljós í varðstöðvunum beggja megin við, og sýnir hvar rask hefur orðið. En merkjalínan gerir fleira,“ sagði hann. „Sjáðu hér.“ KOMMÚNISTÍSK BÍLÞVOTTA- STÖÐ. Þrátt fyrir gæsaganginn og einangrunina, er frískan andblæ að finna á mörgum austur-þýskum heimilum. Áður fyrr var bannað að hlusta á „óvininn", en nú getur meiri partur þjóðarinnar hindrun- arlaust náð vestur-þýskum sjón- varpssendingum og útvarpi, og eins enskum útsendingum fyrir banda- LAND ÚR LEIÐ INN ÚR KULDANUM 115 nema fuglinn fljúgandi Ég pírði augun á steinsteypta staurana, sem halda girðingunni uppi. Ég sá þrjár raðir af svörtum, gapandi hólkum, sem mið- uðu í hæð við hné, bringu og rösklega mannhæð (fyrir þá, sem kynnu að vera að klifra). í hverjum hólk er hleðsla af odd- hvössum málmbútum og sprengiefni. Minnsta snerting við vír- inn orsakar hríð af járnarusli, sem myndi gera allt að klessu í 25 metra radíus. Nærri 75 km af landamærunum hafa nú verið búnir þessum „þöglu landamæravörðum", og ötullega er unnið að því að ganga þannig frá öllum landamærunum. Næst stálnetsgirðingunni er 6 metra breitt belti, vel plægt. Landamæraverðir hafa fyrirskipun um að skjóta hvern þann, sem fer út á þetta belti, og vörður, sem missir marks, er dreg- inn fyrir herrétt. Handan við plægða beltið er skurður, rúm- lega hálfur annar metri á dýpt, til þess ætlaður að stöðva full- huga, sem áður fyrr tókst að komast í gegn með því að keyra dráttarvélar eða brynvarða bíla á fullri ferð á netið. Ekki er þetta nóg. Meðfram öllum landamærunum eru 10 metra háir varðturnar með jöfnu millibili. Þeir eru tengdir saman með símum og talstöðvum, og í hverjum turni eru þrír menn með vélbyssur. Auk þess eru lægri þriggja manna virki með svosem kílómeters millibili. Yfir 500 varðhundar, festir með rennilínum í yfirhangandi brautir, eru þjálfaðir til að rölta fram og aftur meðfram landamærunum milli varðstöðva. Loks er 33 þúsund manna liði, skipað afbragðs skyttum, dreift með- fram landamærunum, og um 30 þúsund njósnarar búa meðal fólksins, sem á heima í landamærahéruðunum, til þess að koma upp um þá, sem ef til vill hyggðu á flótta. „Þegar allt þetta kerfi er fullbúið," sagði vestur-þýskur lögregluforingi við mig, „kemst ekki einu sinni hagamús á milli landanna." — Robert Norman. rískt og breskt setulið í Vestur- Berlín. Austur-þjóðverjar koma gestum sínum á óvart með því að sýna mikinn áhuga á lýðræðisleg- um stjórnmálum Vestur-Þýska- lands. Þeir hafa líka ánægju af sjónvarpsauglýsingum, og eru þrumu lostnir yfir gríðarlegu vöru- valinu í kapítalistalöndunum. Miðað við tekjur er Austur-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.