Úrval - 01.11.1974, Page 124
122
ÚRVAL
BALDUR JOHNSEN YFIRLÆKNIR
Stutt yfirlit yfir
loftmengun á Islandi
INNGANGSORÐ.
Það eru ekki mörg ár síðan menn
fóru að gera sér grein fyrir hugsan-
legri hættu af loftmengun á ís-
landi. Lengi vel höfðu menn hald-
ið að hinar tíðu lægðir í kringum
ísland með stormsveipum sínum
væru fljótar að hreinsa andrúms-
loftið og vafalaust mun þetta lengi
hafa verið reyndin, en með' vaxandi
iðnaði hér á íslandi verður ekki
fyllilega komist fram hjá því að
taka þetta vandamál sérstökum
tökum og gera sér grein fyrir þeirri
hættu, sem kunni að stafa af loft-
mengun.
Sem byrjunarframkvæmd í þess-
um málum má segja. að fyrir 5 ár-
um var farið að setja lög og reglu-
gerðir til þess að koma í veg fyrir
hugsanlega loftmengun og aðra
mengun með vaxandi iðnaði.
Helstu lögin, sem sett voru í
þessu sambandi, voru lögin um eit-
urefni og hættuleg efni, nr. 85/1968
og reglugerð samkvæmt þeim, svo
og lögin um hollustuhætti og heil-
brigðiseftirlit, nr. 12/1969, og reglu-
gerðir samkvæmt þeim, m. a. heil-
brigðisreglugerð fyrir ísland og
reglugerð um vamir af völdum
eiturefna cg hættulegra efna, sem
er reunar sett samkvæmt fyrst-
nefndu lögunum, en Heilbrigðiseftir-
liti ríkisins var falin framkvæmd á.