Goðasteinn - 01.09.1963, Page 18

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 18
vinna við að losa það. Voru mörg hús byggð af þeim farmi. Ann- ars kom trjáviður venjulega á þilfari vöruskipanna. Auk þessara föstu ferða, sem heildsalarnir höfðu hingað, sendu þeir einnig vörur til umhlcðslu í strandferðaskipin. Heildsalar hér innanlands hófu ekki starfsemi, fyrr en árið 1906. Þessar beinu ferðir full- fermdra skipa hingað frá útlöndum hættu árið 1925, er Eimskipa- félagið tók að sér alla flutninga í þennan landshluta og hafði í förum svo nefnt Suðurlandsskip til að annast þá. Með þeirri breytingu var hægt að koma vörum erlendis frá í Öræfi, Hvalsíki, Skaftárós og Hallgeirsey í Landeyjum. Selfoss gamli var lengi í þessum flutningum, og fékkst til þeirra nokkur styrkur. Þessir fyrrnefndu heildsalar sendu árlega mikið af sýnishornum, er tilheyrði vefnaðarvöru, til mikils hagræðis fyrir val vörunnar og pöntun. Var þetta allvíðtækt og frá mörgum löndum. Sýnis- horn af tilbúnum fatnaði komu einnig. Á þessum tímum komu allar brauðvörur frá Danmörku, svo sem skonrok, kringlur, tví- bökur, og einnig sætar kökur í kössum og dósum. Vörur þessar komu ætíð í nýjum kjöttunnum til að verja þær fyrir því að blotna við uppskipun. Strandferðir hófust hingað árið 1898, og sé ég að gufuskipið Hólar, strandferðaskip Samcinaða Gufuskipafélagsins, hefur komið hér í fyrsta sinn þann 17. 7. það ár. Skip þetta hafði ferðir frá Reykjavík, með suðurströndinni til Akureyrar, sneri þar við og fór sömu leið til baka. Hafði það áætlun hingað í báðurn leiðum, og þrátt fyrir, að stundum hindraði brim, þá gat það oft losað hér í annarri hvorri leið, og fólk tekið sér héðan far með því til Reykjavíkur. Með skipinu var oft fjöldi farþega vegna mikillar atvinnu á Austfjörðum á þessum árum. Var því erfitt fyrir skipið að bíða lengi hér við brimströndina. Það kom jafnvel fyrir, að Hólar létti, eftir að hafa flautað nokkrum sinnum, og sigldi burt, þó sjór væri að verða fær til afgreiðslu. Mörg strandferðaskip komu hér, eftir að Hólar hætti ferðum, og er ekki ástæða að telja þau upp hér. Einnig kom fjöldi mótorbáta. Að sumri til var reynt að ná í millilandaskip til að taka hér ull á útleið frá Rcykjavík, svo sem Gullfoss gamla, Brúarfoss, Sterling og ísland. Þetta heppnaðist stundum, en æðioft hindraði brimið afgreiðslu. 16 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.