Goðasteinn - 01.09.1963, Qupperneq 23
Þorsteinn Þorsteinsson frá Ásmundarstöðum:
Æskuminningar
Móðir mín, Ingigerður Runólfsdóttir, var fædd að Áshóli í
Holtum hinn 27. maí 1858, dáin 1. jan. 1934. Hún var fyrsta barn
hjónanna þar, Guðlaugar Jónsdóttur og Runólfs Runólfssonar. Ætt
Runólfs afa míns er hægt að rekja langt aftur. Runólfur faðir hans
yar sonur Nikulásar í Narfakoti í Njarðvíkum, Snorrasonar í
Skildinganesi, Gissurarsonar á Eiði, Bergsteinssonar í Skildinga-
nesi, Bjarnasonar í Hreiðri í Holtum, Guttormssonar, Björnssonar
lögréttumanns á Keldum, Þorleifssonar lögmanns á Skarði, Páls-
sonar. Ekki skal sú ætt lengra rakin, en vitað er, að hún nær til
Þorsteins skrofa, sonar Gríms kamban.
Bræður móður minnar voru fjórir. Fljótt kom í hlut hennar,
sem elzta barns, að vinna léttu störfin og snúast í kringum karla
og konur á heimilinu. Var hún snemma tápmikil og ólöt. Sagt var,
að móðir hennar hefði oft haft orð á því við mann sinn, að sér
fyndist óþarft að láta þeirra einu dóttur ganga í skítverkum,
utanbæjar, þegar hann hefði 4 strákum á að skipa. Hann svaraði
því til, að strákarnir væru svo lengi að koma sér af stað, að
hann gæti ekki beðið eftir því, en Gerða væri þotin á augabragði
°g búin að ljúka verkinu, fyrr en varði. Runólfur var mikill hug-
niaður og átti því bágt með að bíða. Hann var mikill fjör- og
gleðimaður, ekki frásneyddur víni en fór vel með það. Einna
helzt var það haft um hönd í ferðalögum. Gamli maðurinn átti
úrvals hesta. Honum var ljúft að láta þá sýna kostina og koma
samferðamönnunum í gott skap. Gat hann, ef því var að skipta,
hlegið með öðru auganu en grátið með hinu.
Goðasteinn
11