Goðasteinn - 01.09.1963, Síða 24

Goðasteinn - 01.09.1963, Síða 24
Þau hjón, Guðlaug og Runólfur, voru um margt ólík. Guðlaug var frekar sein í starfi og mjög hæglát, en ólíkt lundarfar þeirra kom ekki að sök, því sambúð þeirra var með ágætum. Afi kallaði ömmu venjulega „heill“. „Er maturinn til, heill? Nú þarf ég að flýta mér, heill“. Eitthvað þessu líkt var víst oft sagt í Áshóls- baðstofunni í þá daga. I þessu umhverfi ólst móðir mín upp. Hún var bráðþroska, flugnæm og tileinkaði sér margt óvenju fljótt. Snemma lærði hún að lesa, en það var eina bóklega menntunin, sem konur fengu þá. Fáum stúlkum var kennt að skrifa. Móður mína langaði mjög til að læra skrift. Á næsta bæ var greindur og vel skrifandi piltur, sem hún fékk forskrift hjá. Með hana settist hún út í fjós og byrjaði að draga til stafs, í bænum mátti slíkt ekki sjást. Föður- systir hennar, sem var á bænum, komst að þessu, atyrti hana fyrir og sagði, að slíkt atferli væri ósamboðið stúlkum, enginn piltur myndi vilja hana, ef hún væri að fást við þetta. En í fjósinu lærði hún samt að skrifa og skrifaði mjög læsilega hönd. Mamma varð, eins og allir aðrir unglingar, að læra barnalær- dómskverið utan bókar; hvert barn, sem ekki gat þulið það við- stöðulaust, var gert afturreka frá fermingu, og það þótti mikil vanvirða. Mömmu sóttist það nám fljótt, henni var yndi að lesa og læra; fram á gamals aldur lærði hún vísur í vetfangi, ef hún heyrði þær einu sinni. Hún hafði mikla kennarahæfileika, og gætti þess fljótt. Farið var að koma til hennar unglingum til náms, þcgar hún var nýfermd. Kenndi hún þeim lestur og kverið. Sumir þeirra voru svo illa á vegi staddir, að þeir gátu ekki lært lestur. Varð mamma að lesa fyrir þeim kverið, unz þeir kunnu það reiprennandi. Það varð að lærast með illu eða góðu, enginn varð maður með mönnum nema hann kæmist í kristinna manna tölu, eins og það var orðað í þá daga. Meðan móðir mín var heimasæta að Áshóli, var sagt, að margir ungu piltarnir litu hana hýru auga, en sá orðrómur gekk einnig, að þeir færu bónleiðir til búðar. Hefir mér verið sagt, að um þetta hafi verið rætt sem dægurmál í baðstofunni á Berustöðum og hafi þá stjúpa föður míns, Guðrún, sagt: „Ég held hann Steini litli ætti að reyna við ungfrúna í Áshól“. Og Steini litli „kom, sá 22 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.