Goðasteinn - 01.09.1963, Page 26

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 26
að ræða. Hún fylgdist vel með fóðrun alls fénaðar að vetrar- lagi. Var fastur siður hjá henni, þegar áleið góu, að skoða fóðrun ánna og benti þá jafnan á, ef henni þótti einhver vanfóðruð. Mælti hún fyrir um, ef með þurfti, að hjúkra betur, t. d. með því að gefa mjölkoku eða á annan hátt aðhlynning. Var það að sjálfsögðu alltaf tekið til greina. Móðir mín var mild og góð kona, sem öllum vildi gott gera. Þegar ég hugsa um hana, koma mér jafnan í hug orð skáldanna Arnar Arnarsonar og Matthíasar, þar sem þeir segja: „móðir mín, mildin þín“ og „hvað er ástar og hróðrardís, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður“. Ég held, að einkunnarorð hennar hafi verið: „Alla þá, sem eymdir þjá, er yndi að hugga, og lýsa þeim, sem ljósið þrá, en lifa í skugga“. Skapgerð mömmu var hlý, en þó einbeitt og ákveðin. Hún var trúkona og bænrækin. Oft talaði hún um trú og bæn við mig og árangur þeirra í lífi sínu. Þegar maður er nú kominn á gamals aldur, þá reikar hugurinn til liðins tíma. Ég reyni að eiga hljóða rökkurstund og hugsa mér þá að vera í gömlu baðstofunni á Berustöðum, standandi við hné móður minnar og hlusta á sögur og ævintýri, sem hún segir okkur börnunum. Við vorum, ef til vill, þrjú eða fjögur, sem lögðum hendur á hné hennar, öll full eftirvæntingar um, hvað hún mundi segja okkur, um engla, álfa eða annað, sem við þráðum að heyra. Allt var vel þegið hjá mömmu. Prjónarnir hennar þögnuðu ekki, meðan sagan var sögð, einatt vantaði sokk á lítinn fót. I sambandi við rökkurstundir, koma mér fleiri konur í hug en móðir mín. En hvað voru annars þessar rökkurstundir liðinna daga? Gamla fólkið, eitt, kannast nú við þær. Aðstæður og lífs- venjur eru breyttar frá því, sem áður var. Nú er aldrei rökkur, því alltaf er kveikt ljós, þegar húmar að kveldi. Á uppvaxtar- árum mínum var ekki borið ljós í hús frá kl. 5-7 um kveldtímann, dimmustu vetrarmánuðina. Sá tími var kallaður rökkur. Rökkur- stundirnar voru ýmist notaðar sem hljóðar stundir eða gleði- og 24 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.