Goðasteinn - 01.09.1963, Qupperneq 35

Goðasteinn - 01.09.1963, Qupperneq 35
bátinn. Einn okkar manna gafst upp, sökum meiðsla á austurleið, svo sem fyrr segir. Var ekki um annað að ræða en að bcra hann, og var reynt að nota teppi, og hélt einn í hvert horn. Varð þetta mjög til tafar, enda maðurinn þungur, svona gegnblautur. Þó kastaði fyrst tólfunum, þegar brjótast þurfti með hann yfir Blautu- kvísl, sem nú var mun ófrýnni en á austurleið. Var nú ísinn allur að gliðna og víða hyldjúpar vakir. Var tafsamt verk að kanna og finna færa leið. Þá varð víða að vaða mittisvatn í sandbleytum. Ein hætta var þarna öðrum fremur, en hún var sú, að menn flytu burt með jökum, sem óðast voru að losna frá meginísnum og bárust óðfluga með flaumnum til sjávar. Þeim, sem í því hefðu lent, var dauðinn vís. Var illt að hafa eftirlit með þessu í nátt- myrkrinu, og lá við borð að illa færi, þegar tveir menn voru skyndilega komnir á slíkt rek án þess að verða þess varir. Þcir sem stóðu við sprunguna kölluðu til þeirra, svo að þeir náðu að forða sér yfir á annan jaka í tæka tíð. Til þess að ná landi vestan árinnar, varð að lokum að fara á jakahlaupi. Þeir sem ekki freistuðu þess, óðu í brjóst. Voru menn látnir halda í línu sér til styrktar. Reyndist erfiðast með veika manninn, sem var algerlega ósjálfbjarga, helkaldur og sem dauður væri. Okkur hafði nú borizt liðsauki, tveir röskir menn, sem kom sér vel á leiðinni vestur. Hjálpuðust menn að við að bera þann sjúka, en af því urðu þó þær tafir, að ákveðið var að fara á undan með skipbrotsmennina og koma þeim sem fyrst í skjól. Eftir tveggja stunda göngu komum við að Höfðakvísl, sem nú var farin að renna ofan á ísnum og var það hné vatn. Var þar og vont að fóta sig, ísinn glerháll og straumþungi allmikill. Bar suma nokkuð af leið. Að lokum skiluðu þó allir sér farsællega að landi. Þá var strax farið með skipbrotsmenn upp í skipbrots- mannaskýli Slysavarnafélagsins við Hjörleifshöfða og hlynnt þar að þeim eftir föngum. Var hitaður upp matur og kaffi, menn hresstust fljótt og hugðu til heimferðar, er engan vantaði í hópinn. Sandurinn hið efra var nú eins og hafsjór yfir að sjá. Reyndist færðin hin erfiðasta, jafnvel stærstu trukkum. Eftir mikil umbrot gegnum ís og vatn var loks komið til Víkur um kl. 10,30 árd., og hafði þá björgunarleiðangurinn staðið tólf stundir. Goðasteinn 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.