Goðasteinn - 01.09.1963, Síða 39

Goðasteinn - 01.09.1963, Síða 39
greiddist sundur og hvarf. Brátt baðaði jökulhjálmurinn sig heiður °g hreinn í skínandi birtu himinblámans, og nú sýndist hann svo ótrúlega nærri okkur. Innan skamms vorum við líka komnir á leiðarenda við rætur Fimmvörðuháls. Við stungum nestispakka í vasann, bundum stikur í búnt, tók- um þær á axlirnar og lögðum af stað fótgangandi. Baldvin sneri við á bifreiðinni, og var um samið, að hann sækti okkur inn í Bása á Goðalandi síðari hluta dags. Vart mun það meira en tuttugu mínútna gangur frá vegarenda upp að skála, en brattur er síðasti spölurinn upp á brúnina. Við skálann vörpuðum við af okkur byrðunum og tókum okkur hvíld. Útsýni var þarna hið dýrlegasta til jöklanna í austri og vestri. í suðri gat að líta víð- lendar heiðar með hæðum og fjöllum og í fjarska glampaði haf- flöturinn. Fyrir norðan skálann tóku við berir melar og jökul- hálsar með fönnum í slökkum og giljum. Fjær sáust brúnir Goða- landsjökuls og strýtur Tindfjalla. Skálinn á Fimmvörðuhálsi, sem Fjallamenn reistu 1940, virtist fremur hrörlegur. Mun hann þó hafa verið vandað hús í upphafi, en lítt haldið við síðari árin. Húsið stendur líka á mjög óhentug- um stað, því að þarna á hábrúninni er óskaplegt veðravíti. Eftir góða hvíld og margvíslegar athuganir, lögðum við land undir fót á ný og völdum greiðfærustu leiðina norður yfir fjallið og festum niður stikur með stuttu millibili. Byrjuðum við að setja stikurnar norðvestur frá skálanum, því að heppilegasta göngu- leiðin mun vera sú að fara fyrst til vesturs frá húsinu áður en beygt er til norðurs og losna þannig við að vaða árkvíslina, sem kemur eftir slakkanum þar fyrir norðan. Síðan héldum við áfram um Þrívörðusker yfir á Bröttufannarsker á brún Goðalands. Hæðir þessar á leiðinni munu nefndar sker sakir þess, að til skamms tíma eða fram um síðustu aldamót, var þarna samfelldur jökull, nema hvað hæstu hólar stóðu upp úr snjónum líkt og sker rísa úr sæ. Um langan aldur var þarna fjölfarin leið, því að fyrrum nytjuðu Eyfellingar Goðaland sem afrétt og ráku þá fé sitt vor °g haust yfir Fimmvörðuháls. Á Bröttufannarskeri opnaðist nýr og dásamlegur heimur. Fyrir fótum okkar var Goðaland, stórbrotið og hrikalegt landslag með Goðasteinn 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.