Goðasteinn - 01.09.1963, Síða 58

Goðasteinn - 01.09.1963, Síða 58
Jón R. Hjálmarsson: Vígsluför Þorláks helga Klængur Þorsteinsson, hinn fimmti biskup á Skálholtsstóli, entist illa og var sjúkur mjög á efri árum. Bæði var, að hann gerðist aldraður og auk þess sótti á hann, er hann fann dauðann nálgast, áköf iðrun yfir misbrestasömu líferni á yngri árum. Tók hann þá stundum upp á því að vetrarlagi að ganga berfættur úti í snjó og kulda umhverfis bæjarhús í Skálholti sér til afþreyingar og yfir- bótar. En þess háttar tiltektir höfðu síður en svo bætandi áhrif á líkamlegt heilsufar biskups, því að á fætur hans duttu mörg og illkynjuð sár, er ekki vildu gróa, og mátti hann vart fyrir þeim fótavist hafa. Hann var því illa fær um að fara í yfirreiðir um biskupsdæmi sitt og átti auk þess erfitt með að gegna ýmsum öðrum störfum í þessu annasama embætti. Því var það, að Klæng- ur biskup og aðrir ráðamenn á Suðurlandi sáu, að við svo búið mátti ekki standa og rituðu Eysteini erkibiskupi í Niðarósi bréf. Fóru þeir fram á, að kjósa mætti eftirmann Klængs að honum lifandi, og gæti þá væntanlegt biskupsefni orðið hinum ellimóða biskupi til aðstoðar í starfi, þar til yfir lyki og nýi biskupinn tæki alveg við embættinu. Glöggt dæmi þess, að biskupsefni væri þannig kosið, þótt biskup væri enn á lífi og í embætti, höfðu menn frá Gissuri biskupi Is- leifssyni, er hann lét alþingi kjósa eftirmann sinn, Þorlák Run- ólfsson, árið 1117, ári áður en Gissur andaðist. Erkibiskup heim- ilaði Klængi, að nýr biskup væri kosinn, og á alþingi 1174 var gengið frá þeim málum og til biskupsembættis í Skálholti valinn Þorlákur Þórhallsson, ábóti að Þykkvabæ í Álftaveri. Fleiri biskupsefni höfðu komið tii greina en Þorlákur, og eru til nefndir auk hans Páll prestur Sölvason í Reykholti og Ögmund- ur Kálfsson ábóti í Flatey. Þessir þrír menn voru allir hinir ákjós- anlegustu til starfsins og erfitt að gera upp milli þeirra. Alþingis- menn voru í vanda staddir og báðu að síðustu Klæng biskup að 56 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.