Goðasteinn - 01.09.1963, Side 58

Goðasteinn - 01.09.1963, Side 58
Jón R. Hjálmarsson: Vígsluför Þorláks helga Klængur Þorsteinsson, hinn fimmti biskup á Skálholtsstóli, entist illa og var sjúkur mjög á efri árum. Bæði var, að hann gerðist aldraður og auk þess sótti á hann, er hann fann dauðann nálgast, áköf iðrun yfir misbrestasömu líferni á yngri árum. Tók hann þá stundum upp á því að vetrarlagi að ganga berfættur úti í snjó og kulda umhverfis bæjarhús í Skálholti sér til afþreyingar og yfir- bótar. En þess háttar tiltektir höfðu síður en svo bætandi áhrif á líkamlegt heilsufar biskups, því að á fætur hans duttu mörg og illkynjuð sár, er ekki vildu gróa, og mátti hann vart fyrir þeim fótavist hafa. Hann var því illa fær um að fara í yfirreiðir um biskupsdæmi sitt og átti auk þess erfitt með að gegna ýmsum öðrum störfum í þessu annasama embætti. Því var það, að Klæng- ur biskup og aðrir ráðamenn á Suðurlandi sáu, að við svo búið mátti ekki standa og rituðu Eysteini erkibiskupi í Niðarósi bréf. Fóru þeir fram á, að kjósa mætti eftirmann Klængs að honum lifandi, og gæti þá væntanlegt biskupsefni orðið hinum ellimóða biskupi til aðstoðar í starfi, þar til yfir lyki og nýi biskupinn tæki alveg við embættinu. Glöggt dæmi þess, að biskupsefni væri þannig kosið, þótt biskup væri enn á lífi og í embætti, höfðu menn frá Gissuri biskupi Is- leifssyni, er hann lét alþingi kjósa eftirmann sinn, Þorlák Run- ólfsson, árið 1117, ári áður en Gissur andaðist. Erkibiskup heim- ilaði Klængi, að nýr biskup væri kosinn, og á alþingi 1174 var gengið frá þeim málum og til biskupsembættis í Skálholti valinn Þorlákur Þórhallsson, ábóti að Þykkvabæ í Álftaveri. Fleiri biskupsefni höfðu komið tii greina en Þorlákur, og eru til nefndir auk hans Páll prestur Sölvason í Reykholti og Ögmund- ur Kálfsson ábóti í Flatey. Þessir þrír menn voru allir hinir ákjós- anlegustu til starfsins og erfitt að gera upp milli þeirra. Alþingis- menn voru í vanda staddir og báðu að síðustu Klæng biskup að 56 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.