Goðasteinn - 01.09.1963, Page 83

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 83
tilefni að skrifa þessar línur, en ég er ekki viss um, að ég kunni rétt nema tvær, sem ég bæti hér við. Bróðir Runka, sem Ásgrímur hét, varð úti í hríðarbyl á Austur- landi. Runki kvað eftirmæli eftir hann. Ég man aðeins eina vísu af þeim. Hún er svo: Örlagadísin þér rekkju til reiddi, ríkum og snauðum er ákvörðuð sú: Snjóhvítan yfir þig banahjúp breiddi, blundinn að værastan sofnaðir þú. Runki kom á bæ hér í Nesjum, þar sem var nýsmíðaður út- sjávarbátur, og var búið að gefa honum nafnið Sæfari. Þá kvað Runki: Sólar hari, hann Sæfara þennan efli bara af ást sinni með afla úr þaratjörninni. Þórður Tómasson: „Margt er sér til gamans gert" Ölafur Magnússon í London í Vestmannaeyjum var góður og farsæll formaður. Jafnan var sett í hrófin skömmu eftir vertíðar- lok. Komu þá stundum fleiri en boðnir voru og hjálpuðu við setninginn. Góð hrófveizla var haldin, þegar búið var að ganga frá skipinu í hrófi. Sátu hana allir, sem höfðu lagt hönd að skip- inu. Einu sinni hélt Ólafur hrófveizlu, sem stóð langt fram á nótt með glaum og gleði. Um morguninn varð Ólafur þess vís, að búið var að setja skip hans úr hrófi og hvolfa því við bæjar- dyrnar heima hjá honum. Hlaut hann að setja það til hrófs í annað sinn og halda aðra hrófveizlu, ekki lakari. 1 veizlunni minntist hann á hið gráa gaman og sagði þá: „Það þykir mér verst, ef hér eru einhverjir af þeim, sem fluttu skipið heim“. Menn voru nokkurn veginn vissir um, að þar hefðu allir veizlu- gestir átt hlut að máli. Goðasteinn 81

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.