Goðasteinn - 01.09.1963, Page 89

Goðasteinn - 01.09.1963, Page 89
dó þar skömmu eftir eða um 1930. Fljótlega eftir lát Ingvarar fór til hans kona, sem hét Elísabet Sæmundsdóttir, f. 1837, d. 1911. Hún gekk Sigríði í móðurstað með mikilli prýði. Sigríður giftist um tvítugsaldur Magnúsi Péturssyni. Hann varð skammlífur, og voru þau barnlaus. Skömmu eftir lát hans fór Sigríður til Ameríku, en mér er óljóst, hvað á daga hennar dreif eftir þetta, eða hvort hún er lífs. Þess má til gamans geta, að þegar ég flutti að Iðu í Biskups- tungum 1929, þá keypti ég búslóð af Jóni H. Wíum. Þar voru með nokkrar reipahagldir, sumar úr hvalbeini, aðrar úr tré með fallegu handbragði, merktar R. S., auðvitað úr búi Runólfs eldra. Eina samstæðu hafði ég með mér hingað, jómfrúhagldir, og af- henti Byggðarsafni Vestmannaeyja“. “0“ I handraða Goðasteins er allmikið efni, sem bíður birtingar í næsta hefti. Ritið hefur orðið mörgum hvöt til að rifja upp og rita ýmsar minningar, sem gott er að glatist ekki. Útgefendur þakka öllum, sem látið hafa í té efni til birtingar og ekki síður þeim, sem veitt hafa aðstoð við dreifingu ritsins og sölu. Kaup- endum þess sendum við einnig þakkir og kveðjur. Okkur er það fagnaðarefni, að hið unga, sunnlenzka tímarit skuli hafa eignazt vini, er fer fjölgandi frá degi til dags. Með þessu hefti lýkur 2. árg. Goðasteins. Ýmsir hafa hvatt okkur til að stækka ritið, gefa það oftar út en ráð hefur verið fyrir gert. Kemur mjög til álita að gefa út þrjú hefti á næsta ári. Um það þætti okkur gott að fá að heyra raddir lesenda. Með kærri kveðju og beztu óskum. Jón R. Hjálmarsson Þórður Tómasson. Goðasteinn »7

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.