Skírnir - 01.01.1882, Page 3
INNGANGUR.
5
lönd hans í Afríku, sem geta orðið að deiluefni við ymsa —
og hvað meira er: — með ymsum út í frá sín á milli. J>ess
hefir opt verið getið í riti voru, hvert forræði landmálanna —
einkum fjárhagsmála — Bretar og Frakkar hafa tekið að sjer á
Egiptalandi, og að þeir halda því í nolckurskonar umboði Evrópu-
manna, eða þeirra, sem fje eiga hjá Egiptum eða jarli þeirra.
Um hitt hefir og verið talað, hverja varðstöð Englendingar
vilja hjer eiga á leiðinni (um Suezeiðið) til landa sinna í Asíu
og í Astraliu. Slíkt eirir Egiptum illa, en þó ver jarli þeirra,
og lánardrottni hans í Miklagarði, því soldán uggir, að sjer
verði ekki gert hærra undir höfði að þvi fjárráðin snertir, ef
þau óskil haldast, sem stjórn hans eru svo þráfaldlega á brýn
borin. f>egar eitthvað gerist til kurs og óróa á Egiptalandi —
og slíkt átti sjer stað í Kairó í haust eð var (sjá þáttinn um
Egiptaland) — þá hafa Englendingar og Frakkar illan grun á
soldáni, og leyfa honum ekki að hlutast til á annan veg, enn
þeir segja fyrir. Hann kallast eiga sama drottinvald á Túnis
og á Trípólis, og því hóf hann mótmæli í fyrra vor í .gegn at-
förum Frakka á enu fyrnefnda landi, en þvi var engin gaumur
gefinn, og stórveldin fjellust á það sem Frakkar sögðu, að Túnis
væri honum óháð með öllu. þess vegna þorði hann ekki að
senda herskip til strandanna, sem hann ljet í veðri vaka, en sendi
allmikið lið til Tripólis, og Frakkar hafa grunað hann um, að
þaðan hafi komið bæði njósnir og eggingar til uppreisnar-
manna í Túnis og annað liðsinni. Soldán er arfþegi kalífanna
að þvi valdi eða þeim frumtignum meðal höfðingja Múhameðs-
manna, er undir þá bar eptir daga Múhameðs spámanns, og
þess vegna þykjast Múhameðsjátendur eiga þar til höfuðs að
líta, sem soldán er í Mildagarði. Vjer minntumst-áþað í fyrra,
hversu leyndarmök hans þóttu upp komin við ymsa höfðingja
í Asíu og Afríku, og þegar þau lúta að einhverjum óleik við
stórþjóðir vorrar álfu, þá er þeirn ekki láandi, þó þær óski, að
ríki soldáns væri komið veg allrar veraldar. Vjer þurfum ekki
annað enn minnast á, hverir hjálpvættir Englendingar og Frakkar
hafa verið soldáni og ríki hans, en þó hefir hann hvorugum
vel launað. Vjer drápum á hjer að framan, hver ógreiðaráð