Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 104
106
TYRKJAVELDI.
gerðist mildll orðrómur af einurð hans og skörungskap, og
margir þóttust þegar vita, að meira mundi úr honum rekjast.
þegar þessi tiðindi kornu til Miklagarðs, fannst soldáni og
vinum hans mikið til, en við nánari íhugun þóttust þeir sjá,
að Egiptar voru jafnóánægðir með hvorttveggja, kedífinn sinn
og ráðríki vesturþjóðanna. þeir hugsuðu nú með sjer: „vjer
viljum alls ekki amast við þjóðrækni og sjálfsforræðisáhuga
Egipta, og það er bezt að sjá hvað þeim tekst. Reki þeir
kedifinn frá völdum, eru völ á mörgum betri, en þeir munu
þó þann helzt kjósa, sem gegnir ekki siður þarfakalli þjóðar-
innar enn kvöðum og kröfum Evrópumanna“. Erindrekar
Frakka og Englendinga ljetu lítið til sin taka um þessa við-
burði, og sama er að segja um konsúla hinna þjóðanna. jaað
virðist sem allir vildu „sjá hvað setti“. Nú þótti soldáni og
vinum hans heima freistanda, hvað í tómi mætti takast í
Cairó, og menn vissu ekki fyr til, enn sendisveit var farin
þangað af stað frá Miklagarði. Umboðsmenn Englendinga og
Frakka mun hafa grunað eitthvað misjafnt um erindi þeirra
manna, og'báðu þá að hverfa heim aptur sem fyrst, ef þeir
vildu vandræði firrast. Svo varð og að vera, þó hart þætti, en
jarlinn áminntu umboðsmennirnir og báðu hann standa fastara
fyrir eptirleiðis og halda öll einkamál. J>ó hann hjeti öllu
góðu, þá brast jafnan kjarkurinn er á skyldi reyna, og um
árslokin þótti svo komið, að hann væri ekki annað enn leik-
fang í höndum nýjunga- eða byltingaflokksins. Hernefndin,
sem fyr var nefnd, hafði krafizt, að hún skyldi ráða kjöri þess
ráðherra, sem stæði fyrir hermálum, og ætluðu menn svo undir
lagt af Arabi Bey, því hann hafi vitað, að hann mundi verða
sjálfur fyrir þvi kjöri, þó Frökkum og Englendingum þætti
það allt iskyggilegt, sem fram fór á Egiptalandi, og þó um
tima væri haft í ráði — eptir áeggjan Gambettu, sem sagt var
— að senda flota og her til atfara, þá fórst það fyrir, sökum
þess að Englendingar uggðu, að af þeim tiltektum mundu
meiri vandræði standa. þeir efuðust ekki um, að soldán mundi
kæra mál sitt fyrir hinum stórveldunum, ef atfarir yrðu, og
þykjast þar ráðum borinn, er hann ætti mestu að ráða, en hitt