Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 65
ÞÝZKALAND.
67
einn hafa tögl og hagldir á öllum ríkismálum, og allir yrðu
að sitja svo og standa sem hann byði, enda þættist einn allt
vita og öllum snjallari vera. það væri ekki frá framsóknar-
mönnum, að „krúnan“ eða konungsvaldið þyrfti að ugga sjer
neina hættu, en einmitt frá einveldisgjörræði kansellerans. Enn
fremur talaði hann um veðraköstin í stjórnartiltektum Bismarcks,
minntist á, hvernig hann hefði fyrrum trúað á kenningarnar
um óbúndna verzlun, og hvernig honum væri nú hugur snúinn,
hve einbeittlega hann hefði snúizt á móti yfirgangi kaþólskrar
kirkju, er honum hefðí þótt hún vilja brjóta bág við ríkið, en
hefði síðar snúið vopnum sínum á móti „maílögunum“, og nú
væri bágt að sjá annað enn að hann væri á leiðinni „til Can-
ossa“. En allir vissu, hver aftök kansellerinn hefði haft um,
að slíkt skyldi sig henda. Hjer átti Richter við það, sem fram
hefir komið á seinni árum, að Bismarck hefir freistað samn-
ingagerðar við páfann, dregið úr maílögunum og byrjað að
skipa aptur ena kaþólsku biskupsstóla og önnur þau embætti
kaþólsku kirkjunnar, sem auð urðu fyrir þá sök, að hirðar
þeirra stóðu á móti valdboði ríkisins *). Richter þótti þetta og
mart fleira vottur um, hve bágt væri að fulltreysta Bismarck,
en hann kallar þar ómæt ómagaorðin, er framsóknarmenn veita
honum átölur eða finna að því, sem honum þykir vera ráð eða
tiltatjkilegast eptir högum og ástandi. Alit Bismarcks eru
hjerumbil þessi: „Sá sem við stjórnina stendur, verður að
kunna að aka seglum eptir vindi. Vindurinn í sumum þing-
garpanna er nógur, en þeir komast hvergi áfram. þeir segja,
að jeg hafi homizt á reik, en hvar hefi jeg vikið úr höfuð-
*) Hjer var svo mikið að gjört (eptir sögn ensks ritliöfnndar), að 12
biskupsstólar stóðu óskipaðir, en 788 sóknarprestar og 300 kapellánar
reknir frá embættum. Reyndar eru það ekki nema forspjöll til
sætta sem gerð eru. Biskupsembættið í Tríer er veitt manni frá
Strasborg, Kórum að nafni. Fjár er kvaðt til erindreka lijá
páfanum, og nýjar smábreytingar boðaðar á maílögunum, ef þingið
(Prússa) vill að þeim ganga. Kaþ. flokkurinn heldur sjer vel saman
á þingunum og á sjer lcæna menn til forustu, og munu þeir sjást vel
fyrir, áður alsætti verður.
5*