Skírnir - 01.01.1882, Page 57
PORTÚGAL.
59
f>að var sagt um erindi hennar, að hún vildi koma sjer saman
við konung um festarmál beggja hinna ynsgtu dætra sinna. Hin
eldri er um tvítugt, og heitir Donna Paz; hún er sögð heitin
prinsinum í Portúgal. Hin yngri heitir Eulalía, og hennar heíir
beðið Karl erkihertogi, bróðir Spánardrottningar.
Spánverjar hafa mikið mannvirki fyrir stafni ásamt Frökkum,
og það er járnbraut um miðbik Pýrenea-fjallanna (frá Huesca
að sunnan og til Oloron á Frakklandi). Hjer þarf að gera lík
brautargöng og gerð hafa verið um Alpaíjöllin suður á Íatlíu.
Ráð er fyrir gert, að Frakkar taki að sjer helming kostnaðar.
Portúgal.
f>að fór hjer likt og á Spáni við kosningarnar til fulltrúa-
þingsins, að enir nýju ráðherrar hlutu langt um meiri þingafla
enn þeir höfðu haft áður. Stjórnarforsetinn (Sampaja) er af
hófsmanna fiokki, en Brancamp, sem var á undan honum fyrir
stjórninni, taldist með framsóknarmönnum. Hinn síðarnefndi
náði í þetta sinn ekki kosningu. „Skírnir11 gat um í fyrra, að
margir af framsóknarmönnum hefðu dregizt í flokk þjóðvalds-
vina, og á undan kosningum höfðu þeir menn heldur hátt við
sig á fundamótum, og fóru í blöðum og ritum mjög andvigir á
móti stjórninni. f>að bar líka hjer til, að hún hafði höfðað
málsókn í gegn skáldi einu af þeirra flokki (Don Gomes Leal),
en hann hafði orðið mjög nærgöngull mörgum af stórmennipu
í bæklingi einum, og borið því ekld vel siðasöguna. f>ó þjóð-
veldismenn sæktu kappsamlega fram við kosningarnar, eru þeir
enn fáliðaðir á þinginu. A enu fyrra þingi var að eins 1 þing-
maður af þeim flokki, en tala enna þjóðkjörnu þingmanna
er 149.