Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 4
6
INNGANGUR.
soldán hefir haft við Frakka í Norðurafríku, en hitt var ekki
betur virt af þeim og Englendingum, er hann fór á svig við þá
í haust eð var, og vildi koma sínum ráðum við á Egiptalandi
og sendi erindreka til Kairó, þegar þar horfði til vandræða.
Hinir treystu þó bezt sinni umstilli, og báðu erindrekana verða
á burtu sem fyrst. Um það leyti, og optar síðan, varð blöðum
stórþjóðanna tíðræðt um ríki Tyrkjasoldáns, og í október stóðu
tvær greinir í blaðinu Times, og var efnið i hinni fyrri, að
Egiptaland ætti að hverfa undan valdi soldáns, og ná fullu
ríkisforræði með tilsjá og undir ábyrgð • Englands, og í hinni
síðari, að það yrði höfuðrikjum álfu vorrar mesta heillaráð, að
sjá við ófriði, og koma sjer saman í tækan tíma um, hvað hverjum
skyldi áskotnast, þegar Tyrkjaveldi leystist í sundur. Vjer
höfum getið þessa og farið enn nokkrum orðum um gamalt efni,
af þvi það sýnir, hvernig „austræna málinu“ er að eins lokið
„að kalla“, og fleirum verður svo enn á litið, sem oss í fyrra,
er vjer sögðum í inngangi rits vors, að því mundi þá fyrst
lokið, er ríki Tyrkja væri á enda í vorri álfu. A hinn bóginn
er oss skylt að minnast þess, sem í aðra átt sýnist vita, og
mörgum þykir nýnæmum sæta, að Vilhjálmur keisari og stjórn
hans, eða forusta hennar, Bismarck, hefir tekið að leggja meiri
rækt við Tyrkjann enn fyr, og eptir beiðni soldáns hafa margir
skörungar verið sendir til Miklagarðs frá þýzkalandi til að taka
að sjer embætti bæði í umboðsstjórninni og hernum. Einkar-
lega eru ymsir menn til nefndir, sem áttu að koma betri fótum
undir fjárhag Tyrkja. Undir árslokin kom mikil sendisveit til
Berlínar frá soldáni, og var mikið orð gert af, hve virktalega
við henni var tekið við hirð keisarans, en hitt mundi og fylgja,
að meira befði búið undir ferðinni enn flytja þakkarorð soldáns
fyrir góðvilja og greiðvikni keisarans. Blöðin þóttust vita góð
deili á, að hjer hefði einkamál fram farið, og soldáni mundi
einhverju hafa verið heitið um tryggingu fyrir ríki hans og
völdum, og svo eithvað skilið til á mót, sem ekki var til greint.
'En sum blöðin fóru svo langt, að þau sögðu samband ráðið
við Tyrki, eða að þeir væru dregnir inn í bandalag fjögurra
stórvelda (þýzkalands, Austurríkis, Rússlands og ítaliu) til mót-