Skírnir - 01.01.1882, Qupperneq 134
136
BANDARÍKIN (norðurfrá).
hefndar — eða af heipt þeirra sem deila um stjórnarmál —
eða af sjálfs hvers hvötum („ Politischer und gemeiner Mord in
den Vereinigten Staaten von Nordamerika“). Hann hefir fyrir sjer
skýrslur ameríksra manna, sem heita Nordhoff og Redfield.
Eptir þeim hafa dráp og morð verið svo dagtíðindi í
Norðurameriku, að í vorri álfu finnst hvergi neitt við að jafna.
Redfield segir, að morð og dráp hafi fært fleiri menn til
heljar í Bandaríkjunum síðan 1840, enn þeir urðu,
sem fjellu af hvorumtve ggju í u pprei sna rst ri ðinu
mikla (1861—64). Hann bætir því við, að hjer skipti reyndar
í tvö horn, þegar talað er um Norðurríkin — einkum hin eldri
í landnorður — og hin syðri. Frá lokum styrjaldarinnar og til
i fyrra hafi tala drepinna og myrtra manna komizt i
suðurríkj unum upp í 40,000. En fremur er til dæmis
tekið, að í þremur þessara ríkja, Texas, Kentucky og Suður-
Carólínu, hafi töflurnar 1878 borið um 784 dráp af ásettu ráði,
en 522 menn hefðu þar að auki hlotið hættuleg sár af skotum
eða rýtingum, og mundu af þeim að minnsta kosti 70—80
hafa lifið látið. Skæðasta landið er þó Texas talið. Redfield
segir að íbúar hafi ekki verið meira 1870 enn rúmlega 800,000
(nú líklega nokkuð á aðra millión), en þar hafi 7,000 manna
verið drepnir á 15 árunum síðustu. Sama lagaleysis, segir
rithöfundurinn, kenni i Suðurrikjunum i saksóknum og dómum,
þegar um víg eða morð ræðir. Hegningarnar lcomi sjaldan
niður á öðrum enn svörtum mönnum, en það sje enir hvítu
menn, sem flest illræðin vinni. Manndrápsmenn og morðingjar
sje að vísu höndfaðir, er vel tekst til, en þeim sje optast
sleppt móti lausnargjaldi til þess er málinu ljúki, og svo verði
dráttur á unz vitnin hverfa, og dómendur segjast ekki geta
meira að gjört; enda sje það engu óhættara að vera sakmála-
dómari í suðurrikjunum enn vera i bardögum, ef embættið
skuli rækt sem ber. Hjer er margvíslegar greint um dráp og
morð, t. d. eptir loptslagi, þjóðakyni, þjóðablendingi trú *), og
*) Höf. segir, að suðurbúar — sem flestir eru kaþólskrar trúar —. sje
eins guðræknir og sæki ekki síður kirkju og helgihöld en hinir, en