Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 103
TYRKJAVELDI.
105
sköttum af fólkinu, og varð fyrir það vinsæll af alþýðu, en
hann tók líka til sömu úrræða og Núbar pasja á undan (sbr.
„Skírni“ 1879), að hann fækkaði foringjum í hernum, tók af
yms embætti sem honum þótti litlum þörfum gegna, og svo
frv. Af þessu urðu fyrirliðarnir og fleiri honum mjög óvin-
veittir, og nú var viðkvæðið , að hann hugsaði ekki urn annað
enn okurrentur Evrópumanna, „kalífinn“ ljeti allt á fulltrúa
þeirra valdi og konsúlanna, börn landsins yrðu að sveitast
fyrir gróða þeirra, fyrirliðum af egipzku kyni væri skotið aptur
fyrir aðra, og svo frv. Með þessu móti komst einskonar
þjóðernis- eða þjóðmatningsbragur á þessar hreifingar. þó er
þetta ekki svo að skilja, að fólkið sjálft eða þjóðin beittist
fyrir neinum nýjungum, en allir biðu þess, hvað herinn eða
foringjar hans vildu til ráða taka eða fyrir berast. Meðal
þeirra var maður, sem Akmed el Arabi, eða Arabí Bey er
nefndur, vel að sjer, málsnjall og kjarkmikil. Sumar sögur
bæta því við, að hann sje rammtrúaður og segist hafa fengið
vitranir af himnum. þessi maður gerðist forsprakki fyrir
óeiruflokkinum, og með hans forustu rjeðust 4,000 hermanna
(9. september) upp að höll „kedífsins“ í Cairo, og höfðu með
sjer fallbissur til vonar og vara. Jarlinn skelkaðist heldur við
þessa heimsókn, og sendi þegar boð eptir konsúli Breta, sem
Cookson heitir, og bað hann meðalgöngu. I fremsta lagi var
krafizt af jarlinum, að hann skyldi vikja Riaz pasja frá stjórn,
en setja þann mann í sæti hans, sem fyrirliðarnir nefndu til.
þeir kusu þann mann, sem Cherif pasja heitir, og er allri til-
hlutun Evrópuþjóðanna mjög mótfallinn, að því er til stjórnar
eða tilsjár með stjórn kemur á Egiptalandi. En fremur var
heimtað, að aulca skyldi herinn, svo sem „hernefndin“ — þ. e.
að skilja, nefnd sem fyrirliðarnir höfðu kosið upp á sitt ein-
dæmi — færi fram á (til 18,000 manna), að jarlinn skyldi
kveðja höfðingja landsins til þingfundar og láta þá koma stjórn
þess á nýjan lögstofn. Jarlinn þorði ekki annað enn ganga að
þeim kostum, sem svo óvægilega var fram haldið, en skildi þó
eitthvað til um samþykki soldáns að sumu, t. d. höfðingja-
þinginu. Arabí Bey var hjer mest eignað, sem mátti, og nú