Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 13
INNGANGUR.
15
í seinni hluta septembermánaðar. Af Norðurlandabúum tóku
aðrir lítinn þátt i honum enn Svíar. þeir sendu þangað ymsa
sýnismuni, sem Nordenskiöld hafði haft heim með sjer úr sigl-
ingunni síðustu, auk ýmissa uppdrátta og fl., og var það allt
talið með fágætum fundarins. Undir fundarlokin var minnis-
varði þess manns afhjúpaður, sem Odorico heitir, og var hinn
fyrsti á miðöldunum, sem kannaði lönd í Miðasíu (1318). A
undan honum hafði hinn stórfrægi siglingamaður og landkann-
ari, Marcó Póló, kannað suður- og austurstrandir Asiu, og siglt
til ýmissa hafna á Sínverjalandi (á 13. öld), og hefir Feneyja-
borg fyrir þá sök verið kosin til mótsins, að þessir menn voru
þar bornir, og fleiri sem hafa átt meginþátt i kynningu manna
á löndum og þjóðum’i öðrum heimsálfum. Enn skal geta fundar
fornmenjafræðinga, sem haldinn var í Tiflis (í Kákasus-
löndum Rússa), en bæði á þeim slóðum og öðrum leggja Rússar
mesta kapp á uppgröpt fornleifa, og fræðimenn þeirra hafa fundið
mart og merkilegt til leiðbeiningar um og lýsingar á þeim
fornþjóðum sem löndin hafa byggt, og þeim þjóðastraumum
sem um þau hafa runnið í ymsar áttir. Fleiri fundi mætti
enn nefna, en vjer látum staðar nema við fund sósíalista
frá ymsum löndum, sem loks tókst að halda i byrjun óktó-
bermánaðar i Chur á Svisslandi, eptir að sumar borgir höfðu
visað þeim frá. Að þessum fundi þótti minna kveða enn ná-
lega öllum þeim, sem áður hafa verið haldnir. Hvorttveggja
var að hann sóttu að eins fáeinir menn — að sögn 40 — og
mönnum gat ekki dulizt, að garparnir vorú nú daufari í dálk-
inn enn nokkurn tíma fyr, og nú fórst það fyrir, að senda
fundarávarp til verkmanna í Evrópu og Ameriku. Af því sem
hermt var af ræðum fundarmanna mátti ráða, að sósíalistar sjá
óvæni á máli sinu í þeim löndum sem þeir lengi hafa treyst
bezt, t. d. Englandi og Ameriku — og jafnvel þýzkalandi.
Fulltrúarnir — ef svo mætti nefna þá menn, sem kváðu sig
vanta umboð til að semja ályktargreinir til ávarps — frá Frakk-
landi og Rússlandi ljetu sem borginmannlegast, enda vorú þeir
frekjuflokkamenn frá París, Lýon og fl. borgum, eða nihílistar Rússa.
Hvorutveggju eggjuðu til umturnandi stórræða, kváðu líka stór-