Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 16
18
ENGLAND.
að eins prótestantar, og við það varð að búa til 1829, en þá
lá lika við uppreisn um allt land. þá hafði O’Connel lengi
gengizt fyrir íjelagssamtökum Ira, og gerðist nú aðalforvigis-
maður ættjarðar sinnar á þinginu. Hann hóf þegar máls á
því að afnema tíundargjald kaþólskra manna til prótestanta-
kirlcjunnar, en slíku hneyxli var harðlega mótmælt, og um það
mál mátti vart orðum við koma. Hann sneri þá áhuga sínum
og forvígi að öðru máli, þingskilnaðinum við Englendinga, og
endurreisn löggjafarþingsins á Irlandi. I þessu forvígi fylgdi
fólkið honum sem kappsamlegast, og fjelög risu um allt land
sem beittust fyrir því máli og gerðu það að einrómuðu kröfu-
máli allrar þjóðarinnar. Hann trúði þvi fastlega, að málið
mundi sækjast um síðir, en rjeð löndum sinum til að beita að
eins lagavopnum, og sagði að allt annað mundi að eins spilla
fyrir. 1843 hjelt hann ekki færri enn 90 málfundi á írlandi,
og urðu' af því talsverðar hreifingar, sem nærri má geta.
Stjórninni þótti hjer farið yfir lög fram og stöðvaði fundahöldin
með atförum, en hafði O’Connel fyrir sakadómi. Dómurinn
kvað upp eins árs varðhald og sektafje, en var siðan ónýttur
(af ,,jafningjadóminum“). Menn fögnuðu því að vísu mjög, er
O’Connel komst aptur út úr varðhaldinu, en nú var flokkur
hans slitinn í tvennt, því mörgum þótti nú reynt og sannað,
að hófsráð hans væru ónýt, og harðlegar þyrfti eptir að ganga.
þeir menn kölluðu flokk sinn „Irland hið unga“, og gerðust
forsprakkar fyrir ófriðaræsingum um allt land, en við það dró
O’Connel sig i hlje, sjötugur að aldri, örþreyttur af langri bar-
áttu (dó 1847). þó nær hefði, að nýr ófriður risi upp, þá bil-
uðu samtökin við hina miklu hungursneyð af hallærinu 1845—
46. Allt um það freistuðu Irar nýrrar uppreisnar 1848, þegar
svo margar byltingar urðu á meginlandi Evrópu. Forustu-
maður hennar var sá maður, Smith O’Brien að nafni, en fram-
kvæmdirnar urðu litlar sem engar. Brjánn var dæmdur til líf-
láts, en stjórnin vægði honum og ljet flytja hann í sakamanna-
vist í einhverri af enum íjarlægu nýlendum Englendinga. Nú
liðu nokkur ár, svo að ékkert bar til stórtíðinda. En írar lögðu
þó ekki árar í bát, því 1849 hófust ný samtök með fundamótum,