Skírnir - 01.01.1882, Page 68
70
tfZKALAND.
Gyðinga. Að þessari tízku þjóðverja rakti enskur maður,
Baring Gould að nafni, sögulegan aðdraganda í fyrra í blað-
grein í Edinburgh Review („þýzkaland nú og fyrrum“) og sýndi
í niðurlaginu fram á, hve skammt þjóðverjar væru í rauninni
komnir i sannkölluðu frelsi, og hve sjálfu trúfrelsinu væri ábóta-
vant á þýzkalandi þrátt fyrir prótestantatrúna og það andlega
frjálsræði, sem siðabót Lúthers hefði heitið mönnum. Kynleg-
ast og hörmulegast þykir honum þó hitt, hve trúin sjálf sje
horfin hjá öllum þorra prótestanta á þýzkalandi, og það sje
sem hjer búi tveir ólíkir kynflokkar, þegar menn beri þá saman
við ena kaþölsku menn í trúarefnum. Um mikið kennir hann
hjerhöfðingjumþjóðverja, einkumkjörfurstum ogkonungumPrússa.
þeir hafi í trúarefnum gerzt páfar á sina vísu, hneppt allt —-
trúna sem hvað annað undir konunglegt alræðisvald, og sniðið
henni sem öðru stakk eptir konunglegum hugþótta. þeir höfð-
ingjar hafi verið Calvíns trúar, og hafi því ekki getað lengi
þolað játníngartrú Lúthers henni samsíðis, eða unnt henni jafn-
rjettis. Friðrik Vilhjálmur fyrsti hafi beint hafið ofsóknir á
hendur lútherskum mönnum, og viljað neyða þá til að hverfa
frá trú sinni og taka Calvínstrú. Friðrik mikli hafi reyndar
tekið aptur kúgunarboðin, því hann hafi haft jafnlitlar mætur á
báðum, Lúthers trú og Calvíns, en síðar hafi annar konungur
tekið til óspilltra málarina. það var Friðrik Vilhjálmur þriðji.
Hann gerði einskonar kirkjulega samsteypu úr báðum trúnum,
og kallaði hana „prótestantakirkju“, og stýrði henni frá „enni
konunglegu skrifstofu fyrir almenna uppfræðingu og guðsdýrk-
un“. Friðr. Vilh. fjórði gaf samsteypunni annað nafn, og ljet
kalla hana „kirkjuna evangelisku“, þvi grundvöllur hennar
skyldi vera „guðs orð“. „En“, segir hinn enski rithöfundur,
„hinn tigni guðfræðingur gáði ekki að því, hvernig hinir fyrri
höfðingjar og þeirra gjörræðis boð höfðu ruglað trúarmálin, og
hve fáir þeir voru orðnir á þýzkalandi, sem trúðu á guðsorðið,
og hve sundurleitir þessir fáu menn voru sin á meðal“. I
stuttu máli: höfundurinn leiðir mönnum fyrir sjónir, hvernig
alræði og gjörræði prússneskra konunga hafi gert menn kalda
og skeytingarlitla í trúarefnum, en kennt þeim um leið að beita