Skírnir - 01.01.1882, Page 85
RtrSSLAND.
87
ekki annað enn illt eiga saman að sælda, og sýnn ófriður
væri fyrir höndum. Menn hafa í blaðagreinum og ritlingum
lagt allt vandlega niður um ena nýju styrjöld og hennar til-
felli, t. d. bandalag, herafla, herleiðir, fundamót eða vígstöðvar,
og svo frv. Gamal-Rússar hyggja þó bezt til þeirra viðskipta,
því þeir segja hjer um bil á þá leið: „Ef vjer sigrumst á
þjóðverjum, þá hrífum vjer þá kynbræður vorá úr greipum
þeirra, er þar eru svo illa komnir, og vísum þeim á burt úr
voru þegníjelagi, sem þar hafa allt of lengi sælda og metorða
notið. Og ef vjer berum lægra hlut, þá vitum vjer, að boð-
arnir að vestan brotna á Moskófu, sem i fyrri daga, og þar
reisum vjer vorn Miðgarð að nýju, og látum hatrið síja þá
ólyfjan burt, sem að v: "tan er til vor komin. þá rennur upp
ný kynslóð, sem stendur á rússneskum merg, og afrekar það
þegar aldir renna, sem enn er óunnið, en Rússum var ætlað
frá upphafi vega“. það eru þesskonar hugleiðingar manna á
Rússlandi, sem þjóðverjar leggja á borð við kenningar níhilista,
og má það til nokkurs sanns færa. Nihílistar hafa einkum litið
á tvennt, eymd og volað bændanna og alþýðufólksins, og spill-
ingu og siðleysi allra embættismanna (mútuþágur, íjárdrátt og
svo frv.), og þar sem umboðsvaldið er önnur hönd zarvaldsins,
þá er hvorttveggja i sömu fordæminguna komið. Urræðið er
ekki annað enn að drepa og eyðileggja, brjóta allt hið gamla
vald niður og alla dýrð þess, og tæta allt skrúð þess i sundur,
sem það hefir fengið frá Evrópu — og reisa svo nýtt þegn-
íjelag á rústum og auðnum. Gamal-Rússunum verður litið
á annað volæði, eða á það, hvernig eðalmönnunum hefir hrakað
niður, síðan Alexander annar gerði þræla þeirra (bændurna) að
frjálsum mönnum. þarna er eitt dæmið; þetta óráð hefir
zarinn tekið eptir Evrópuhöfðingjum. þeir sjá lika spilling og
siðleysi, en slíkt á allt til annara þjóða rætur sínar að rekja,
en til engra þó meir enn þjóðverja, því þeir hafa meir enn
nokkrir aðrir komið sjer fram á Rússlandi, og hramsað þar til
sín auð og metorð, sem aldri skyldi verið hafa. Urræði
Gamal-Rússa er ekki heldur annað, enn að afrná og upp-