Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 9
INNGANGUR.
11
nefnt, en slikt hefir verið því betur þegið, bæði í Vín og víðar,
sem þeir fjelagsmenn á Italiu eru nálega allir taldir meðal
lýðvaldsvina og byltingarnanria. þessum mönnum var mjög
illa við ferð konungs, og sumstaðar lenti í uppþoti og róstum,
meðan konungur var í burtu. Mancíní fór siðan þeim orðum á
þinginu um ferðina, að hún hefði þess vegna orðið hin þarfasta,
er Italía ætti sjer nú trausta vini í stað grunsamra granna,
en það væri lýðvaldsmönnum og æsingaflokkunum að kenna,
er vinsældir hennar hefðu rjenað í Evrópu. Hann gaf lika í
skyn, að Bismarck væri ekki farið að litast á blikuna, er hann
sæi atferli óróaflokksins á Italíu, en allir vissu, að Bismarck
gerði flestum þeim flokkum, sem þykjast standa í forvígi fyrir
þjóðfrelsi og þegnfrelsi í ymsum löndum álfu vorrar, engu
hærra undir höfði, enn rjettum byltingamönnum. Hvort sem
þeir menn vissu það eða ekki, þá þætti honum þeir rekast að
þjóðveldinu, en þvi yrði svo að eins rudd braut, er tekin yrðu
á burt þau björg og steinar, sem væru konungar og einveldis-
höfðingjar. Einn maður hafði það eptir Mancini, sem hafði
haft tal af honum í Vínarborg, að Umbertó konungur þyrfti
fyrir þá sök ekki að fara til Berlínar, að það sem til eins vinar
væri mælt í Vin, væri i rauninni til beggja talað. Afslikum
ummælum, og fleira, má ætla, að það sje ekki gripið úr tómu
lopti, sem í ymsum blöðum hefir staðið, að hinn nýi sam-
dráttur með enum miklu einveldisríkjum lúti ekki sízt að var-
úðarsamtökum gegn byltingatilraunum manna i öllum löndum.
Menn hafa sagt, að þá hafi tekið að bera á þessum samdrætti,
þegar allt var svo undir búið á Frakklandi, að Gambetta hlaut
að taka við forustu fyrir nýju ráðaneyti, en það er öllum kunn-
ugt, hvert vantraust önnur ríki hafa á enu frakkneska þjóðveldi,
og mundi þá ekki umbæta, er stjórntaumarnir skyldu leika í sliks
manns höndum. J>jóðverjar eiga bágt með að ímynda sjer annað,
enn að Gambetta búi yfir hefndaráðum, og hann láti þau þá koma
fram, er hann sjer færi til, eða hann á ekki annað úrkostis.
En það er svo að skilja: þeim þykir það óefað, að hann linni
ekki fyr enn hann er settur á forsetastól þjóðveldisins, en þá
hljóti hann líka sökum baráttunnar við óstjórnarflokkana að