Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 107

Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 107
DANMÖRK. 109 nje ganga. |>að er vart of sagt um hvorutveggju, hægri menn og vinstri, að þeim hafi verið betur lagið að riða rembi- hnúta á þrætumálin, enn að greiða úr flækjunum. I raun og veru er þrætt um rjettan skilning á r,ikislögunum; stefna þau i parlamentsáttina? eða horfa þau gagnstætt? Hið fyrra segja vinstri menn — og virðast hafa rjett eitt að mæla. Hinir þverneita. Um þetta hefir verið deilt í mörg ár, og það getur enn orðið margra ára deiluefni, svo að eigi sjái fyrir neinn enda. Lögin eru ljós og skýr, segja hvorutveggju, en deilan sjálf er þó beztur vottur um, að þau má á tvo vegu skilja. Manni mega koma í hug hártogunar deilurnar á enum fyrri öldum og miðöldum kristninnar, þegar menn lesa eða heyra hvernig hægri menn vitna til 13. greinar rikislaganna. „Kon- ungurinn kýs sjer ráðherra sína“. Svo mörg eru textans orð. En út úr þeim fá hægri menn það, að konungurinn þurfi ekki að taka álit eða óskir þingsins — og þá sízt fólksdeildarinnar — til greina, og hvorug deildin eigi hjer til neins að kalla, hvernig sem hann hagar kjöri sínu. Og hvílíka íjallaturna hlaða ekki blaðajötnar hægri manna úr greininni. T. d.: „Konung- urinn er um slíkt kjör bæði sjálfráður og einráður. þeir sem annað kenna, gerast fjendur konungsvaldsins, en rjettur þess er helgaður í grundvallarlögunum, og þá gerast þeir og þeirra íjendur, en þau eru grundvöllur þjóðfrelsisins, og því gerast þessir menn íjendur bæði frelsisins og þjóðarinnar“, og þetta fram eptir götunum. Svo verður hjerumbil reksturinn, þegar í i kappið sækir. En þá jafnrjettisþrætan milli þingdeildanna, eða deilan um hnííjöfn rjettindi, hvað fjárhagslögin snertir! Hve lengi hefir hún nú ekki staðið með sama ákafa? og hverju eru menn nær enn fyr? „Fyrir fólksdeildina skal fjárhagslögin fyrst leggja“. Vinstri menn skilja orðin ekki öðruvísi enn „þjóðernis- og frelsismenn11 skildu þau í öndverðu, eða þeir hafa sjálfsagt hugsað, sem tóku lögin saman, að fólksdeildin, sem sje, ætti hjer um vandast að vera fyrir þeirra hönd, sem fjárframlögin greiða og þeirra þarfnast, en þegar nánara væri að gáð, þá væri einmitt í þessum vanda og þessari skyldu frumtign hennar fólgin. Hægri menn segja, að þetta nái engri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað: Megintexti (01.01.1882)
https://timarit.is/issue/134684

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Útlendar frjettir frá vordögum 1881 til ársloka.
https://timarit.is/gegnir/991004060689706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Megintexti (01.01.1882)

Aðgerðir: