Skírnir - 01.01.1882, Page 107
DANMÖRK.
109
nje ganga. |>að er vart of sagt um hvorutveggju, hægri
menn og vinstri, að þeim hafi verið betur lagið að riða rembi-
hnúta á þrætumálin, enn að greiða úr flækjunum. I raun og
veru er þrætt um rjettan skilning á r,ikislögunum; stefna þau i
parlamentsáttina? eða horfa þau gagnstætt? Hið fyrra segja
vinstri menn — og virðast hafa rjett eitt að mæla. Hinir
þverneita. Um þetta hefir verið deilt í mörg ár, og það getur
enn orðið margra ára deiluefni, svo að eigi sjái fyrir neinn
enda. Lögin eru ljós og skýr, segja hvorutveggju, en deilan
sjálf er þó beztur vottur um, að þau má á tvo vegu skilja.
Manni mega koma í hug hártogunar deilurnar á enum fyrri
öldum og miðöldum kristninnar, þegar menn lesa eða heyra
hvernig hægri menn vitna til 13. greinar rikislaganna. „Kon-
ungurinn kýs sjer ráðherra sína“. Svo mörg eru textans orð.
En út úr þeim fá hægri menn það, að konungurinn þurfi ekki
að taka álit eða óskir þingsins — og þá sízt fólksdeildarinnar
— til greina, og hvorug deildin eigi hjer til neins að kalla,
hvernig sem hann hagar kjöri sínu. Og hvílíka íjallaturna hlaða
ekki blaðajötnar hægri manna úr greininni. T. d.: „Konung-
urinn er um slíkt kjör bæði sjálfráður og einráður. þeir sem
annað kenna, gerast fjendur konungsvaldsins, en rjettur þess
er helgaður í grundvallarlögunum, og þá gerast þeir og þeirra
íjendur, en þau eru grundvöllur þjóðfrelsisins, og því gerast
þessir menn íjendur bæði frelsisins og þjóðarinnar“, og þetta
fram eptir götunum. Svo verður hjerumbil reksturinn, þegar í
i kappið sækir. En þá jafnrjettisþrætan milli þingdeildanna,
eða deilan um hnííjöfn rjettindi, hvað fjárhagslögin snertir!
Hve lengi hefir hún nú ekki staðið með sama ákafa? og hverju
eru menn nær enn fyr? „Fyrir fólksdeildina skal fjárhagslögin
fyrst leggja“. Vinstri menn skilja orðin ekki öðruvísi enn
„þjóðernis- og frelsismenn11 skildu þau í öndverðu, eða þeir
hafa sjálfsagt hugsað, sem tóku lögin saman, að fólksdeildin,
sem sje, ætti hjer um vandast að vera fyrir þeirra hönd, sem
fjárframlögin greiða og þeirra þarfnast, en þegar nánara væri
að gáð, þá væri einmitt í þessum vanda og þessari skyldu
frumtign hennar fólgin. Hægri menn segja, að þetta nái engri