Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 143
145
Brasilía.
|>au lög voru sett fyrir 10 árum, að frá 23. sept. 1871
skyldi enginn til ófrelsis borinn innan endinmerkja þessa keis-
aradæmis. Síðan hefir þrælum drjúgum fækkað, en þeir voru
þá — eða rjéttara sagt 1. ágúst 1872, þegar manntal var
haft — 1,510,000 að tölu. A þessu árabili hefir talan minkað
um hjerumbil 200,000 — en [>eir með taldir, sem dáið hafa.
'/a þeirrar tölu hafa þegið lausn af húsbændum sínum, en rikið
hefir keypt frelsi til handa 9,122 manna. Fyrir hvern mann
hefir lausnargjaldið verið 1,350 krónur. Fæðst hafa á þeim
10 árum 250,000 þrælabörn, en fjölda þeirra hafa eigendur
þrælanna tekið svo að sjer, að þau skulu vera í þeirra þjón-
ustu til þess þau 'hafa tvo um tvitugt. Menn reikna, að
enn líði einn mannsaldur til þess, er öll þrælkan er horfin í
Brasiliu.
£>ví heíir verið fleygt i blöðum, að Bandaríkin (norðurfrá)
hafi boðið öllum Ameríkuríkjum til fundar í Washington i
sumar komanda, að bera ráð sín saman um samtök i sumum
aðalmálum, sem sjerilagi varða þessa heimsálfu, og að sum
rikin hafi þegar tekið þvi boði liklega, en þvi var bætt við, að
mönnum þætti efasamt um undirtektir Brasilíukeisara. Keis-
arinn er vitur maður og afbragðs höfðingi, en hann mun ugga,
að þeim rikjum muni hætt við að verða borin ráðum, sem
bindast slíkum einkamálum við Bandaríkin.
Chile og Perú.
Ófriðurinn með þessum rikjum er á enda, en þó var
friður ekki saminn, þegar árið var út runnið. Chileverjar
hafa næstum átt í eins ströngu að striða, siðan þeir unnu höfuð-
borgina og tóku landið hertaki, og áður. Pierola, enn fyrri
forseti, hjelt lengi kvo flokkum uppi, að þeir gátu lítið að gert
að koma griðum og friði á í landinu. En að Pierola drógust
Skírnit 1882. 10
L.