Skírnir - 01.01.1882, Page 49
ÍTALÍA.
51
sendu hingað íjölda fólks til atvinnu og kaupskapar, eða 15
þúsundir ítalskra manna væru þar bólfastir, og þó 500 skip af
683, sem hefðu 1879 lagt inn á Gólettuhöfn, hefðu verið frá
Italiu, þá væri aðalmunurinn sá, að Frakkar ættu land við
hliðina á Túnis, og því yrðu þeir svo til að gæta, að þaðan
yrði engum ráðum beitt móti Fralcklandi eða nýlendu þess
(Alzír). En það var tvennt í greininni, sem bágt var að koma
saman: höfundurinn kvað það fjarri tilgangi frönsku stjórnar-
innar að leggja landið undir sig, en hafði þó rjett áður sagt,.
að Túnis væri lykill að húsi Frakka í Afríku, og hann mættu
þeir þó í engra annara hendur selja. Hann hefir þá orðið að
tákna eitthvað annað með því orði enn Bismarck, þegar hann
kallaði Strasborg (eða Elsas og Lothringen ?) lykil að húsi
þjóðverja. Victor Cherbuliez — eða Valbert, sem hann
kallar sig i tímaritinu — bregður Itölum um, að uppgangur
þeirra á seinni árum hafi gert þá tilkallsfrekari, enn góðu sæti,
til þess sem aðrir eiga, og að þeim hafi þótt það svo snauð-
legt, er þeir komu tómhendir heim af Berlínarfundinum, og
ekkert skyldi hrjóta af til þeirra, þegar Englendingar tóku
Kýprusey, og Austurríki Bosniu og Herzegóvínu; þeir hafi
látið, sem Kýprus væri frá þeim tekin og ekki frá Tyrkjum.
Nú hafi þeim brugðið aptur eins í brún, en Fraklcar vilji þó
ekki eptir neinu frá þeim seilast. Hann segir þeim það ekki
láanda, þó þeir leiti atvinnu og bólfestu i öðrum löndum, þar
sem skattarnir verði þeim heima heldur þungbærir, og það
beri til, er 25 þúsundir Itala búi í Alzír og 40 þúsundir í
Massilíu, en þeim beri þá að virða, að þessa sje þeim vel
unnt af Frakka hálfu, og að vel sje með þáfarið í alla staði.
I annan stað minnir hann þá á, hve mart þarft þeir eigi enn
óunnið hjá sjer, og hve margra landshagsbóta biði enn, t. d.
á Sardiniu (eyjunni) og Sikiley. þeim yrði því affarabetra að
gegna slíku fyrst og verja til þess fyr fje sinu og atorku enn
hyggja til landvinninga í Afríku eða á öðrum stöðum við Mið-
jarðarhaf. Grein Valberts kom þá i „Bevwe des dem Mondesu,
þegar Italir ljetu sem óeirulegast yfir Túnisför Frakka, en
hitt er bágt að vita, hverjum sanni þeir hafa tekið, eða þeir
4*