Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Page 16
i6
„f>enna vetr um' jól hafði fórólfr drykkju mikla, ok veitti
kappsamlega þrælum sínum (Eyrb s. bls. 54); en er þeir vóru orðn-
ir drukknir, eggjaði hann þá at fara inn til Ulfarsfells ok brenna
Ulfar inni, ok hét at gefa þeim þar til frelsi. þ>rælarnir sögðust
þetta mundu vinna til frelsis sér, ef hann efndi orð sín. Síðan
fóru þeir VI saman inn til Ulfarsfells; tóku þeir viðarköst, ok
drógu at bœnum ok slógu eldi í. í þann tíma sátu þeir Arnkell
við drykkju á Bólstað; ok er þeir gengu til svefns, sá þeir eld til
Úlfarsfells; fóru þá þegar til ok tóku þrælana, en slöktu eldinn,
vóru þá enn lítt brend húsin. Um morguninn eftir lét Arnkell
flytja þrælana inn í Vaðilshöfða, ok vóru þeir þar hengdir allir .
. . . þ>órólfi bægifót líkaði stórilla við Arnkel, er þrælarnir vóru
drepnir, ok beiddi bóta fyrir, en Arnkell synjaði þverlega at
gjalda fyrir þá nokkurn penning; líkaði þ>órólfi nú verr en áðr“
(bls. 55). Nú var það úrræði þórólfs, að hann „reið út til Helga-
fells at finna Snorra goða; bauð Snorri honum þar at vera, enn
f>órólfr kvaðst eigi þurfa at eta mat hans; em ek því hér kominn,
fór þannig sem Úlfarr hafði sagt. þeir þórólfr ok Úlfarr áttu engi samau
uppi á hálsinn; þeir slógu fyrst hey mikit hvárirtveggju; síðan þurk-
uðu þeir ok færðu í stórsæti. þat var einn tnorgun snemma, at þór-
ólfr stóð upp ; sá hann þá út, at þá var veðr þykt, og hugði hann at
glepjast mundi þerririnn; bað hann þræla upp standa ok aka saman hey,
ok bað þá vinna sem mest um daginu, þvíac mér sýnist veðr eigi trú-
ligt. þrælarnir klæddust ok fóru til heyverks, en þórólfr hlóð heyinu
ok eggjaði á fast um verkit, at sem mest gengi fram. þann morgun sá
Ulfarr út snemma, ok er hann kom inn, spurðu verkmenn at veðri. Hann
bað þá sofa í náðum; veðr er gott, sagði hann, ok mun skína af í dag;
skulu þér slá í töðu í dag, en vér munim annan dag hirða hey várt, þat
er vér eigum upp á hálsinn. Fór svá um veðrið sem hann sagði. Ok
er áleið kveld, sendi Ulfarr mann upp á hálsinn, at sjá um andvirki sitt,
þat er þar stóð. þórólfr lét aka þrennum eykjum um daginn, ok höfðu
þeir hirt heyit at nóni, þat er hann átti. þá bað hann þá aka heyi
Ulfars í garð sinn«, eins og áðr er sagt.
þessi grein sýnist vera lifandi frásögn, og blátt áfram sagt hér frá
daglega lífinu, eins og það í þessu efni var. Ef nú Eyrb.s. væri fyrst
rituð um 1250, þá hygg eg, að þetta efni hefði verið farið að sljóvgast
hjá mönnum eftir meira enn hálfa þriðju öld, því þetta hefir verið um
990, sem hér rœðir um; það má þá telja að bezta kosti, ef menn hefðu
þá munað að gera einhverja grein fyrir því atriði, að þórólfr rænti
Ulfar heyinu, því það einungis við kom því söguefni, sem hér rœðir um,
eða er aðalatriðið. I annan máta má ætla, að ritari sögunnar hefði ekki
eftir þennan geisilanga tíma farið að leitast við að búa til lýsingu þessa
á Ulfari, hans búnaðarháttum og samtali við þórólf, og segja frá, hvað
hann var veðrglöggr, því það myndi þá sýnast nokkuð tilgangslaust,
enda myndi það þá að einhverju leyti bera það með sér, enn það verðr
ekki séð. það verðr því ekki sannsýnilegt, að þetta sé fyrst ritað eftir
meira enn hálfa þriðju öld. það má taka ýms dœmi úr sögum vorum,
og athuga þær frá mörgum hliðum.