Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Síða 18
i8
þó var hér einungis beitt lögunum og þau mjög aðspurð, og það
látið gilda, er þau sögðu,1 enn ekki gripið til gjörræðis undir eins,
eins og títt varð á 13. öldinni, heldr var hér málið síðar lagt í
gerð og dœmd þau vanalegu meðalþrælsgjöld, sem þá tíðkuðust.2
þetta lagaatriði eða skilningr laganna, sem Arnkeli og Snorra bar
á milli, er beinlínis ekki tekið fram í Grágás, eins og það hér
liggr fyrir, og eptir því sem Grágás er nú, þá er það víst, að þar
er enginn lagastaðr, sem beinlínis er hœgt að fara eftir. þ»essi
frásögn ber þess ljósan vott, hvernig sögurnar geta verið til þess
að sýna, hvernig réttarástandið var, og til þess að sýna, að lögin
hafa annaðhvort verið nákvæmari þegar fyrir eða um 1000, heldr
enn núverandi handrit af Grágás bera með sér, eða þá að menn
hafa haft mjög næma tilfinningu fyrir anda laganna, því að þótt
eigi hefðu verið til i Grágás nein lög um þetta, þá eru þó til í
Grágás lagaákvæði, sem menn gátu haft stuðning af til að dœma
um þetta, og vil eg þar tilnefna ákvæðin um hið minsta „drep“.
Grágás t. a. m. bls. 149 segir: „Þriu ero drep oc varða öll scog-
gang oc scal sökin við XII. qvið. þ»at er eitt er sva lítt komr a
at eigi verðr asynt eptir. f’ess dreps scal hefna a enom sama
vetvangi oc eigi lengr en sva“. f>að er því einungis fyrir þetta
drep, að menn urðu ekki óhelgir nema á sama vetvangi, enn fyr-
ir hin drepin mátti hefna jafnlengi sem sára. Ef eg skil þetta
rétt, þá sýnist Arnkell hafa álitið eða skilið þennan glœp þrælanna
sem hin drepin, eða þau meiri; hann sýnist og hafa viijað gera
sem mest úr þessu, þvi hann bar það fyrir sig, að þrælarnir hafi
verið teknir að kveyktum eldi, sem og reyndar var rétt; fer hann
1) þó að sagan tali hér ekki frekara um, þá er það auðvitað, að lögin
hafa hér verið nákvæmlega athuguð, þar sem tveimr hinum mestu laga-
mönnum þeirrar tíðar bar á milli; það var ekki nóg, þó Snorri segði það
lög vera, sem var annar sakaraðili; menn þurftu að sannfœrast um, að
svo var, þar sem og Arnkell hélt fram því gagnstœða. það er ann-
ars merkilegt, að í hinum eldri sögum vorum er aldrei talað um rituð
lög, iskrár,« svo oft og nákvæmlega sem farið er út 1 lögin, og spurning-
in er um, hvað lög séu; væri þetta ekki ritað fyrr enn um og eftir miðju
13. aldar, þegar búið var að margrita lögin upp, þá ætti því þó að
minsta kosti eiuhverstaðar að bregða fyrir. 1 Njálss., þar sem allra
nákvæmast er um lögin talað, er leitað munnlegs úrskurðar lögsögu-
mannsins, þegar menn þurftu að vita, hvað lög vóru, eða svo sem þess
einasta, sem vissi það; þetta sýnist fullkomlega benda á þann eldra tíma,
enda mætti álíta órækan vott þess, að hér er um engan 13. aldar til-
búning að rœða.
2) 12 aurar silfrs = 1£ mörk silfrs fyrir hvern þræl (sjá Eyrb. s.
bls. 79, sbr. og Egils s. bls. 212), og fyrir alla þrælana sex saman
9 merkr silfrs, sem vóru, eftir þágildanda hlutfalli millum silfrs og
landaura, um 23 beztu kúgildi, (það má telja um 2300 kr. í vorum pen-
ingum).