Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Qupperneq 22
22
f>órsnessþingi og þingdeilunum i Njálss. og yfir höfuð í vorum
eldri sögum.1
"það er því ekki liklegt, að Eyrb. sé fyrst rituð eftir þennan
tfma, því einkenni 13. aldarinnar hefðu þá hlotið að koma í ljós,
og eg held allvíða. Ef svo hefði verið, þá hlaut sagan að vera
mestmegnis tilbdningr, því frá þeim viðburðum, sem hér að framan
eru teknir fram í Eyrb. s„ vóru þá liðin frá 250 —370 ár.
Áðr enn eg skilst við Eyrb. s. að þessu sinni, skal eg þó enn
nokkuru viðauka þessu máli til sönnunar. pegar Arnkell elti
Hauk fylgdarmann Snorra goða og þrælana, er hann sendi að
sœkja timbrið í Krákunesskóg, þá segir Eyrb. bls. 63: „Smalamaðr
Arnkels varð varr við ferð þeirra ok segir Arnkatli; hann tók vápn
sín, ok reið eptir þeim, ok gat farit þá dt frá Svelgsá milli ok
Hóla; ok þegar hann kemr eptir þeim, hljóp Haukr af baki, ok
lagði til Arnkels með spjóti; kom þat í skjöldinn, ok varð hann
eigi sárr. þ>áhljóp Arnkell af baki, ok lagði til Hauks með spjóti,
ok kom þat á hann miðjan, ok féll hann þar sem nd heitir Hauksá'l\
og er þrælarnir sáu fall Hauks; tóku þeir á rás og hljópu heim á
leið, og elti Arnkell þá alt um Öxnabrekkur (Seljabrekkur réttara);
hvarf þá Arnkell aftr, og rak heim á leið með sér viðarhestana,
sem vóru 12, tók af þeim viðinn, lét lausa hestana, lét reipin upp
á þá, og var þeim vísað dt meðijalli; fóru hestarnir heim til Helga-
fells; spurðust þessi tíðindi; stóð alt kyrt þessi missiri. „En um
várit eftir bjó Snorrigoði vígsmálit Hauks til ^órsnessþings (bls. 6_|),
en Arnkell bjó frumhlaupit til dhelgi Hauki; ok fjölmenntu mjök
hvárirtveggju til þingsins, ok gengu með miklu kappi at þessum
málum. En þær urðu málalyktir, at Haukr varð dheilagr af frum-
hlaupinu, ok ónýttust mál fyrir Snorra goða, ok riðu við þat heim
af þinginu; vóru þá dylgjur miklar með mönnum um sumarit1*.2
1) Eg þarf ekki að taka fram alla þá stórbardaga, brennur og ill-
virki, sem koma fyrir í Sturlunga s. — því það er kunnugt —, sem
engin lög náðu yfir; höfðingjarnir báru þá lögin ofrliði. Að vega að
sárum eða liggjandi mönnum, að þreifa í sárið, að fót- og handhöggva
menn, að blinda menn og gelda, o. s. frv. — alt þetta síðasttalda kemr fyrir
á 13. öldinni, enn ekki í vorum merkustu fornsögum; munrinn er því
allvíða mikill.
2) Annars kom það þó fyrir í Eyrb. s., að sló í bardaga á þórsness-
þingi, með því þingdeilur og málsóknir gengu nær í gegnum alla söguna,
t. d. þegar Illugi svarti deildi við þorgrím Kjallaksson og sonu hans
um mund og heimanfylgju konu Illuga (Eyrb. bls. 19—20). Tinforni
hafði greitt fó þetta að tölum Illuga, enn Kjalleklingum ofan af Meðal-
fellsströnd gaf ekki vegna storma, enn þegar létti og þeir komu til þrngs-
ins, vildu þeir ekki halda sættina, og veittu þeim Illuga atgöngu, enn
Snorri goði stilti þar til friðar; enn vér þekkjum hér ekki málavöxtu,
því sagan talar þar ekki um.