Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Síða 23
23
Hér var strangleg'a beitt lögunum, enn Snorri gerði þó ekki
tilraun til að sýna ofríki á þinginu, heldr lét lögin ráða úrslitum,
og má þó nærri geta, hvernig hann hafi unað við þessar mála-
lyktir eftir þeim kringumstœðum, sem hér vóru, enda var þessi
vörn Arnkels alveg samkvæm lögum, að því er eg fæ séð af Grá-
gás.1 f»að er eftirtektavert um Arnkel goða, slíkr kappsmaðr og
fullhugi sem hann var, hversu hann ætið hlýddi lögunum og beitti
þeim ; þegar Snorri goði reið inn á Bólstað til að stefna f>órarni,
sem fyrr er sagt, þá rœddu menn Arnkels um, hvort þegar skyldi
sæta áverkum við þá, því fjölmenni var fyrir; Arnkell segir at eigi
skal þat vera; ok skal þola Snorra lög, segir hann, ok kvað hann
þat eitt at gjöra svá búit, er nauðsyn rak til“.
þ>etta kemr og víðar fram í Eyrb.s. í>egar þeir Steinþórr á
Eyri riðu inn til Álftafjarðar að fœra þrælagjöldin (bls. 79), þá
segir Steinþórr: „pess var ván, at Snorri mundi þola mönnum lög;
ok ef hann ferr eigi inn til Alpfafjarðar, þá sé ek eigi, til hvers
vér höfum liðsfjölda þenna; því ek vil, at menn fari spakliga, þó
vér haldim málum vorum til lagau. Enn það lá nú samt við, að
Snorri myndi verða þeim nógu brögðóttr í það sinn, enn þá segir
hann bls. 80—81: „eigi skal þeim verja bæinn, ok skal Steinþórr
ná lögum, því at hann mun vitrliga og sþakliga fara með sínumáli;
vil ek at allir menn sé inni ok kastist engum orðum á, svá at af
þeim aukist vandræði manna“. |>að var og J>orIeifi kimba að
kenna, að þeim lenti saman í það sinn, því hann var óðlátr maðr
og eirði engu. Enn það er alt minna talað um í Sturlungas. á miðri
þrettándu öld, að veraldlegir höfðingjar brýndu þá fyrir mönnum, að
fara vitrlega og spaklega með sínu máli, og að þola lög og halda
málum til réttra laga, enn það er ekki von, að ritari sögunnar tali
um það, sem lítt átti sér stað á þeim tíma.
Eg skal nú hér að síðustu enn tilfœra orðrétt nokkrar greinir
það var og í öðru sinni á þórsnessþingi, að sló í bardaga með þeim
þorsteini í Haffjarðarey, og þeim frændum og mágum Vígastyrs (bls.
104—105), enn þar vóru sérstakar kringumstœður, því þorsteinn hafði
sumarið áðr verið í flokki Borgfirðinga að verja Snorra vaðið á Hvítá,
er hann fór í málatilbúnað til Borgarfjarðar eftir víg Styrs. þorsteinn
hafði nú búið mörg mál til þórsnessþings, enn þeir vildu ónýta þau fyr-
ír honum, í hefnd fyrir það að Snorri náði ekki að fram koma sínum
málum, og þótti þeim hann hafa gert sér svívirðing. Enn hér komst
þó leiðrétting á, svo ekki urðu málaspell, því beggja vinir gengu á mill-
um, og komu griðum á, og var það skilið í sættinni, að þorsteinn skyldi
öllum sínum málum framkoma á þórsnessþingi, er hann hafði þang-
að búið.
1) Grágás I. a, bls. 144—146. Sjá V. Finsen, Grágás III, bls. 612,
undir: »frumhlaup«. Sbr. og bls. 656 undir: »óheilagr«.