Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Qupperneq 29
29
sárum, ok bættr skakki sá, er á þótti vera, ok skildust menn sáttir
á þinginu, ok helzt sú sætt vel, meðan þeir lifðu báðir, Steinþórr
ok Snorri goði“.
Hér segir ritari sögunnar, að það sé flestra manna sögn, að
málin kœmi ( dóm Vermundar ; það hefði þó hvorki gert til né
frá, þó að hann hefði fullyrt þetta, enn af því hann hefir ekki þótzt
vita það fullkomlega, vill hann ekki segja þetta með vissu, svo er
mikil varkárni hans; og sýnir þetta með öðru fleiru, að hann er
ekki gjarn á tilbáning. þ>egar söguritarinn byrjar að segja, hvern-
ig sáttargerðinni var varið, þá segir hann : „í>at er frá sagt sátt
argjörðinni“. petta sýnir enn, að hann ekki býr þetta sjálfr til,
heldr blátt áfram ritar eins og frásögnin lá fyrir. Á hinn bóginn
er frásögnin um bœtrnar og hvernig sárum og vígum var saman jafn-
að svo margbrotið og flókið efni, þó það sé ekki alllangt, að það
má telja með öllu ósennilegt, að menn hefðu kunnað að segja svo
ljóst og greinilega frá öllu þessu eftir hálfa þriðju öld, eða að
skeyta þetta alt svo vel saman, að ekki sæist missmfði á, þv(
þetta stendr ( svo nánu sambandi bæði við viðburði þá, sem urðu
í Álftafirði og Vigrafirði, og þeir viðburðir svo aftr samtvinnaðir
við allar þær staðarlegu lýsingar, sem þar er sérstaklega vel og
nákvæmlega sagt frá, svo alt bindr hvað annað; það er því auðséð
á öllu þessu, að ritari sögunnar hefir hér ekki verið að fálma sig
fyrir eftir allan þann afarlanga tíma; miklu heldr sýnist þetta vera
framsett sem lifandi frásögn.
|>að er ekki að lá þeim mönnum, sem ætla, að hinar fornu
sögur vorar sé ekki ritaðar fyrr enn um miðja i j. öld eða síðar,
þótt þeir álíti þær miðr áreiðanlegar, vegna þess afarlanga tímabils,
sem þá leið frá því að viðburðirnir skeðu,og þar til er þær vóru þá
fyrst fœrðar í letr. Enn hafi svo verið, þá verðr afleiðingin sú, að
fáum af þeim mátti treysta til að byggja á nokkuð það sem á-
reiðanlegt ætti að heita, t. d. um þjóðháttu, verknað og kunnáttu
(kultursögu) þjóðarinnar í fornöld, hvorki um skip eða skipabúnað,
húsaski| an eða húsbúnað, klæða- eða vopnabúnað o. s. frv., með
því þá má alt af segja, að þetta væri meira eða minna tilbúningr
og ekkert áreiðanlegt, sem býgt yrði á, og væri þá til lítils gagns,
að leitast við að skýra þess konar, því hvernig ættu menn að vita
um þetta eftir svo langan tíma, ef lítið sem ekkefit var ritað til að
fara eftir. Enn nú er þessu bezt lýst f vorum eldra sagnaflokki,
eða nær eingöngu í vorum merkustu sögum frá þeim tfma'. Líkt
og eg hefi áðr minzt á, mundi mismunrinn koma í ljós, ef alt væri
tekið frá þeim eldra tfma, sem þessu efni við kemr m. fl., og borið
1) í Grágás og íslendingabók kemr næsta lítið fyrir af þess konar.