Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Blaðsíða 30
30
saman við Sturlungas. og- önnur henni samtíða rit, því hver öld
eða tímabil hefir sín sérstöku einkenni yfir höfuð. Nú hafa ein-
mitt ýmsir munir, skrautgripir, vopn o fl. fundizt i jörðu, bæði í
Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Englandi og jafnvel hér á íslandi frá
síðara hluta járnaldrsins, eða frá vorum eldri sögutíma, sem eru
mjög svo líkir þeim, sem þar er lýst, og sumir virðast alveg eins,
svo maðr skyldi oft halda, að það væru sömu hlutirnir, sem vorar
eldri sögur eru að lýsa, sem sýna mætti fram á; enn í hinni yfir-
gripsmiklu sögu Sturlungu, eru sh'kir hlutir alls ekki eða varla
nefndir. þ>etta er því þegjandi vottr. Enn hvernig áttu vorir sögu-
ritarar á 13. öld að þekkja slíkt nákvæmlega, þegar ekkert var
til um þá ritað, og slíkir munir hafa þá að mestu leyti verið undir
lok liðnir, að minsta kosti hér á íslandi, sem sýnir s g bezt á því,
að þeir eru ekki eða naumast nefndir i Sturlungas., sem áðr et
sagt?
Hvað skipunum viðkemr, þá mætti nú segja, að aðallag þeirra
hafi haldizt yfir höfuð fram á miðja 13. öld. Enn að söguritarar
vorir hafi notað það til að skapa og tilbúa úr skip á g. og 10. öld
o s. frv. með sérstöku ásigkomulagi eftir því, sem þeir þá og þá
hefði þótzt við þurfa, væri beinlinis að falsa frásögnina vísvitandi,
þegar þeir rituðu þetta sem sannleika; að ætla þeim slikt, væri
gjörræði.
Alt öðru máli er að eegna með húsaskipun á 9., 10. og fyrst
á 11. öld; henni er öðruvisi lýst í vorum eldra sagnaflokki, og ein-
faldari enn í Sturiungas. þ>á var húsaskipun orðin margbreyttari
og fleiri hús saman, sem eðlilegt er. pað hafa og fundizt rök fyrir
þessu, því eg hefi fundið 11 fornbýli hér á landi í ýmsum stöðum
í öllum fjórðungum landsins; það eru einstakar tóftir, flestar ákaf-
lega stórar, með miilumveggjum eða afdeilingum, eða þá útbygg-
ingum við hliðina, eða á sumum hvorttveggja, enn engar aðrar
tóftir eru þar náiægt eða áfastar við, nema vottr af úthýsi langt í
burtu. þessar tóftir eru fæstar fyrir innan 100 fet á lengd, flestar
um og yfir 100, og sú stœrsta 140 feta löng. þ>etta er nú fyrir utan
margar hoftóftir og aðrar tóftir, sem mjög svo nálgast þessastœrð.
Allar þessar tóftir eru líkt fornlegar yfir höfuð, eftir því sem jarð-
vegi hagar. Nú mætti segja, að þessar tóftir eða býli væri ekki
frá fornöld, eða frá vorum eldri sögutíma, enn þar til liggja þau
svör: sé þær frá 10. öld, bera þær vott um þann tima; sé þær
frá ii.öld, bera þær og vott um þann tíma; sé þær frá i2.öld,bera
þær eins vott um þann tíma, og sé þær fiá 13. öld. bera þær
einnig vott um þann tíma. þ>ær eru þvi þegjandi vottr um þann
tíma, sem þær eru frá, og fyrsta undirstaða, vildi maðr tala um
forna húsaskipun hér á landi; enn ekki væri sannsýnilegt að ætla,