Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1888, Qupperneq 48
48
nú á Hrappsstöðum. fetta held eg sé yngra nafn, sem bœrinn
hafi síðar fengið, heldr enn að Víga-Hrappr hafi verið settr hér
niðr eftir fall þeirra feðga undan þ>ríhyrningi. J>að er ótrúlegt, að
fráinn hafi getað fengið Hrappi svo stórkostlegan bústað. Eg
kom að Vatnsdal og Reynifelli og skoðaði þetta alt vel. Rauð-
nefsstaðir eru þar lengst upp til fjalla, góða bœjarleið upp með
Fiská að norðan. Áðr hét þar að Fossi (sbr. Ldn. V, 5.). Síðan
fór eg út að Rangá. Svo sem bœjarleið upp með ánni frá Keld-
um.fyrir utan ána, er sá staðr, þar sem Gunnarr barðist þegar þeir
sátu fyrir honum við Knafahóla. Hér er nú alt orðið uppblásið, og er
undir hraun, sandr og leir; er þetta hraun miklu eldra enn íslands
bygging. Tíu faðma frá ánni, eins og nú er, stendr hraunklettr
aflangr, og snýr hærri endi hans að ánni. Klettrinn er 28 fet á
lengd yfir að mæla, 16 fet á breidd og 8 fet á hæð um miðjuna
og neðra endann. Upp á klettinn má komast sumstaðar, án þess
að klifra, svo sem á báðar hliðar, einkanlega öðrum megin og ef
til vill í einum stað hinum megin og lika upp á þann enda, sem
snýr frá ánni, sem er lægri. þ>essi klettr heitir enn í dag Gunn-
arsklettr. Hann er reyndar ekki nefndr í sögunni, enn hér er það
vígi, sem Gunnar talar um, því um annað vígi getr þar ekki ver-
ið að rœða. Hér er og hefir aldrei verið neinn oddi eða nes út í
ána, enn það er málvenja hér eystra, að kalla fitjar eða láglendi
meðfram ám ,nes‘, t. d. Hofsnes, Miðhúsanes hjá Hestaþingshól,
Grafarnes, Réttanes við Rangá hina ytri, Langanes upp með
Markarfljóti, sem er afarstórt o. s. frv. J>etta eru þó engin nes,
heldr láglendi með ánni. þ>að er víst, að Gunnarr hefir varizt hér
á klettinum og að áin hefir þá legið fast við klettinn; það sést af
sögunni. þ>vert frá ánni, 35 faðma, hafa dysjarnar verið, og eru
þær að sjá tvær, sem hafa verið mjög stórar. þ>ær eru nú allar
uppblásnar ofan í sand og hraun, enn kennimerkin eru ljós. J>ar
sjást vatnsmáðir. steinar, auðsjáanlega teknir úr ánni í dysjarnar,
því að annað grjót hefir þá ekki verið þar að fá, meðan þykkr var
grassvörðr. þ>essir steinar eru auðþektir frá hraungrjótinu. Eg
leitaði hér og mokaði til, enn fann ekki neitt, af þvi að þar er
margbúið að leita hvað eftir annað og margt hefir þar fundizt.
Sumt veit eg, að er komið út úr landinu. Utlendingar hafa Hka
leitað þar. Nokkuð er komið á forngripasafnið, sem kunnugt er.
Meira gat eg ekki rannsakað um kveldið; fór eg þá að Keldum
og var þar um nóttina.
þriðjud. 28. ág. fór eg fyrst upp að Knafahólum. þeir eru
þvert frá dysjunum nær í norðr-útnorðr, nær hálfa mílu frá ánni.
J>að eru tveir stritumyndaðir hólar, stórir og háir, mikið grasi vaxn-
ir; hraunkambar eru upp úr þeim, einkum þeim nyrðra. Kringum